Seyra hefur verið notuð til landgræðslu hjá Landi og skógi með góðum árangri. Hér sýnir Salbjörg Matthíasdóttir héraðsfulltrúi starfsfólki hjá Landi og skógi á Norðurlandi svæði þar sem svartvatni var dreift á örfoka land.
Seyra hefur verið notuð til landgræðslu hjá Landi og skógi með góðum árangri. Hér sýnir Salbjörg Matthíasdóttir héraðsfulltrúi starfsfólki hjá Landi og skógi á Norðurlandi svæði þar sem svartvatni var dreift á örfoka land.
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 15. janúar 2026

Breytingar á reglum um meðhöndlun á seyru

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Til stendur að breyta reglum um meðhöndlun á seyru og hafa drög að nýrri reglugerð verið sett í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar, þar sem segir meðal annars að sé seyra notuð til áburðar á beitiland skulu líða að minnsta kosti sex mánuðir frá dreifingu þar til landið er beitt og almennur umgangur leyfður.

Endurskoðun reglugerðarinnar er liður í aðgerðaáætlun vatnaáætlunar Íslands 2022–2027. Seyra er þannig skilgreind í reglugerðardrögunum að um afurðir skólphreinsunar sé að ræða og getur hún verið síuð eða ósíuð, hreinsuð eða óhreinsuð. Seyra getur fallið til frá skólphreinsistöðvum sem hreinsa húsaskólp eða skólp með sambærilega samsetningu, seyra getur líka fallið til frá rotþróm og sambærilegum skólphreinsivirkjum og frá salernum sem ekki eru tengd við sameiginlega fráveitu, til dæmis svartvatn sem inniheldur saur, hland, salernispappír og skolvatn.

Notuð til uppgræðslu með góðum árangri

Land og skógur hefur lengi notað seyru til uppgræðslu, meðal annars með góðum árangri á Hólasandi sem er stórt uppblásturssvæði norður af Mývatni.

Meðal breytinga á reglum um meðhöndlun á seyru má nefna að skýrari rammi er settur um notkun svartvatns, nýjum skilgreiningum er bætt við reglugerðina og þær eldri endurskoðaðar. Þá eru sett örverumörk við hreinsun seyru og ekki er lengur gert ráð fyrir að seyra sé notuð í þéttbýli. Breytingarnar koma til vegna ábendinga Umhverfis- og orkustofnunar.

Heimild um þéttbýli tekið út

Áttunda greinin fjallar um notkun seyru í landbúnaði. Notkun óhreinsaðrar seyru er óheimil. Notkun hreinsaðrar seyru í landbúnaði er háð takmörkunum. Heimild um notkun á túnum í þéttbýli er tekin út.

Í nýjum reglum er kveðið á um takmarkanir við notkun á seyru til áburðar á beitilöndum, þannig að líða skulu að minnsta kosti sex mánuðir frá dreifingu þar til landið er beitt og almennur umgangur leyfður.

Sé seyra notuð á akra og tún eða annað gróðurlendi sem slegið er til fóðurs eða beitt eða nýtt á annan sambærilegan hátt, skulu líða að minnsta kosti tíu mánuðir frá dreifingu fram að uppskeru eða nýtingu landsins. Óheimilt er að nota seyru við framleiðslu hvers konar matjurta, eins og kartaflna, káls og annars grænmetis svo og til ræktunar korntegunda til manneldis. Hafi seyra verið notuð á slíkt land þurfa þrjú ár að líða frá dreifingu þar til heimilt er að hefja ræktun slíkra jurta á landinu.

Hægt að nota fjarri mannabústöðum

Níunda greinin fjallar um notkun á seyru til landgræðslu og skógræktar. Óhreinsaða seyru er heimilt að nota til landgræðslu og skógræktar fjarri mannabústöðum og utan alfaraleiða, enda sé hún jafnóðum felld eða plægð að minnsta kosti tíu sentímetra niður í jarðveginn. Notkunarsvæðið skal girt dýrheldri girðingu og umferð fólks um svæðið skal takmörkuð. Ef sérstakar aðstæður krefjast þess setur starfsleyfisveitandi nánari skilyrði í starfsleyfi um meðhöndlun seyrunnar, meðal annars um hreinsun hennar og tímatakmarkanir sem lúta að aðgengi fólks og dýra.

Í undantekningartilvikum getur starfsleyfisveitandi heimilað notkun óhreinsaðrar seyru innan afgirtra landgræðslu- eða skógræktarsvæða sem eru langt frá byggð, utan alfaraleiða og hverfandi líkur á umferð fólks þar, án plægingar eða niðurfellingar. Hreinsaða seyru er heimilt að nota á yfirborð jarðvegs til landgræðslu og skógræktar ef hún er ekki sóttmenguð.

Umsagnarfresturinn um reglugerðardrögin rennur út 16. janúar.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...