Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Breytingar á reglugerð um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs
Fréttir 1. júlí 2025

Breytingar á reglugerð um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs

Höfundur: Sturla Óskarsson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt drög að breytingu á reglugerð um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs í samráðsgátt stjórnvalda. Með reglugerðinni er ætlað að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins um umbúðir og umbúðaúrgang og tryggja að þess háttar úrgangur hafi sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið.

Meðal þeirra breytinga sem lagt er fram er skylda til lágmarkshlutfalls endurunnins plasts í einstaka plastflöskum; það verður 25% frá og með 1. janúar 2026 og yrði hækkað í 30 prósent í janúar 2030. Sett verða 77% söfnunarviðmið fyrir einnota plastflöskur og 90% fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir fyrir lok árs 2025. Hlutfallið skal hafa náð 90% fyrir árið 2029 fyrir báðar tegundir umbúða. Skilagjald þykir hafa borið góðan árangur hér á landi og er skilahlutfall fyrir slíkar umbúðir nú þegar í kringum 90%.

Í reglugerðinni er einnig kveðið á um endurvinnslumarkmið fyrir umbúðaúrgang. Sértæk markmið verða fyrir ólíkar úrgangstegundir. 50% af plasti, 25% af viði, 70% af járnríkum málmum, 50% af áli, 70% af gleri og 75% af pappír og pappa skulu að lágmarki vera endurunnin. Fyrir 31. desember 2030 hækka þessi viðmið um 5–10% eftir flokkum. Fyrir umbúðaúrgang í heild er kveðið á um að eigi síðar en 31. desember 2025 skuli að lágmarki 65% alls umbúðaúrgangs, miðað við þyngd, endurunninn. Lágmarksviðmið verður síðan hækkað í 70% fyrir 31. desember 2030.

Frestur til þess að senda umsögn í samráðsgátt um breytingarnar er til og með 7. júlí næstkomandi.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...