Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Breytingar á reglugerð um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs
Fréttir 1. júlí 2025

Breytingar á reglugerð um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs

Höfundur: Sturla Óskarsson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt drög að breytingu á reglugerð um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs í samráðsgátt stjórnvalda. Með reglugerðinni er ætlað að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins um umbúðir og umbúðaúrgang og tryggja að þess háttar úrgangur hafi sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið.

Meðal þeirra breytinga sem lagt er fram er skylda til lágmarkshlutfalls endurunnins plasts í einstaka plastflöskum; það verður 25% frá og með 1. janúar 2026 og yrði hækkað í 30 prósent í janúar 2030. Sett verða 77% söfnunarviðmið fyrir einnota plastflöskur og 90% fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir fyrir lok árs 2025. Hlutfallið skal hafa náð 90% fyrir árið 2029 fyrir báðar tegundir umbúða. Skilagjald þykir hafa borið góðan árangur hér á landi og er skilahlutfall fyrir slíkar umbúðir nú þegar í kringum 90%.

Í reglugerðinni er einnig kveðið á um endurvinnslumarkmið fyrir umbúðaúrgang. Sértæk markmið verða fyrir ólíkar úrgangstegundir. 50% af plasti, 25% af viði, 70% af járnríkum málmum, 50% af áli, 70% af gleri og 75% af pappír og pappa skulu að lágmarki vera endurunnin. Fyrir 31. desember 2030 hækka þessi viðmið um 5–10% eftir flokkum. Fyrir umbúðaúrgang í heild er kveðið á um að eigi síðar en 31. desember 2025 skuli að lágmarki 65% alls umbúðaúrgangs, miðað við þyngd, endurunninn. Lágmarksviðmið verður síðan hækkað í 70% fyrir 31. desember 2030.

Frestur til þess að senda umsögn í samráðsgátt um breytingarnar er til og með 7. júlí næstkomandi.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...