Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Breytingar á búnaðargjaldi í sjónmáli
Mynd / Snorri G.
Leiðari 14. janúar 2016

Breytingar á búnaðargjaldi í sjónmáli

Höfundur: Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson
Um nokkurt skeið hafa bændur rætt fyrirkomulag búnaðargjalds sem er veltutengdur skattur á búvöruframleiðendur og rennur meðal annars til Bændasamtakanna, búnaðarsambanda og búgreinafélaga. Bjargráðasjóður, sem er áfallasjóður bænda, er sömuleiðis fjármagnaður að hluta með búnaðargjaldi. Ekki eru allir á eitt sáttir með innheimtu búnaðargjaldsins og hefur gagnrýnisröddum farið fjölgandi á síðustu árum.
 
Fyrr í þessum mánuði féll dómur í máli Stjörnugríss gegn íslenska ríkinu. Þar var haldið fram, af hálfu Stjörnugríss, að búnaðargjald væri félagsgjald sem innheimt væri í þágu samtaka bænda. Með því væri Stjörnugrís þvingaður til aðildar að þessum samtökum í andstöðu við stjórnarskrána. Talið var að Bændasamtökin, Búnaðarsamband Kjalarnessþings og Svínaræktarfélag Íslands væru félög í skilningi stjórnarskrárinnar og fallist var á kröfu Stjörnugríss hvað þau varðaði. Hins vegar taldi dómurinn Bjargráðasjóð stjórnvald og því væri ekki hægt að líta á hann sem félag. Krafa Stjörnugríss um endurgreiðslu á búnaðargjaldi var því ekki tekin til greina vegna gjalds sem runnið hefur til Bjargráðasjóðs, en ríkið var dæmt til endurgreiðslu á því búnaðargjaldi sem rann til annarra en sjóðsins. 
Það er mikilvægt að hafa í huga að dómur þessi fjallar sérstaklega um gjald sem tekið er af svínabændum. Dómurinn hefur til að byrja með takmarkað fordæmisgildi því hann er héraðsdómur og óljóst hvort að hann verður talinn hafa almennt gildi gagnvart öðrum búgreinum, þegar og ef honum verður áfrýjað. 
Eftir sem áður hefur lengi legið fyrir að lagaleg óvissa væri um innheimtu gjaldsins, a.m.k. að hluta. Bændasamtökin hafa mótað þá stefnu að veltutengt félagsgjald eigi að koma í stað búnaðargjalds og mörg aðildarfélaga samtakanna hafa unnið að sínum áherslum í málinu. Eðlilegt er því að gera ráð fyrir því að tekna af gjaldinu njóti ekki við innan tíðar. Það þýðir að samtök bænda þurfa að haga starfsemi sinni í samræmi við þá breyttu stöðu, fyrr en síðar.
 
Búvörusamningar
 
Viðræðum um búvörusamninga hefur miðað nokkuð hægt upp á síðkastið en vonir eru til þess að hægt verði að setja kraft í þær í næstu viku. Samningahópur bænda hefur farið ítarlega yfir sínar áherslur og leggur til ýmsar breytingar frá fyrri drögum sem byggjast á þeirra umræðu sem fóru fram á bændafundum í nóvember. Með nýjum verkfærum og mælanlegum markmiðum við endurskoðun samninganna árið 2019 er komið til móts við áhyggjur bænda af offramleiðslu og verðfalli í kjölfar breytinganna sem lagðar voru til. Enn fremur er lögð aukin áhersla á fjölskyldubú í samningunum, m.a. með tillögum um gólf og þak á heildargreiðslur sem einn framleiðandi getur fengið.
 
Íslendingar flytja inn landbúnaðarvörur fyrir 52 milljarða króna á ári 
 
Umræða um landbúnaðarmál getur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir. Margir sjá ástæðu til þess að viðra sjónarmið sín um málefni er tengjast bændum, afurðum þeirra, framleiðsluháttum, starfsumhverfi og hagsmunasamtökum bænda. Hverjum og einum er að sjálfsögðu frjálst að hafa sínar skoðanir á landbúnaðarmálum en eðlilegt er að gera þá kröfu að menn gæti sanngirni í málflutningi og meðhöndlun gagna.
 
Bændur þekkja vel umræðuna um stuðning við landbúnað. Ýmsir telja að þeim fjármunum sem varið er til þeirra verkefna sé illa varið. Margoft hefur verið farið yfir rökin fyrir stuðningi við landbúnað á síðum Bændablaðsins og sú umræða mun vafalítið halda áfram.
Matvælaframleiðsla er mikilvæg fyrir hverja þjóð, raunar svo að allar þjóðir láta sig hana varða á einhvern hátt. Það þarf ekki að fjölyrða um hvað mikilvægt er að tryggja fæðuöryggi.  
 
Við verðum öll að borða og við viljum alltaf hafa stöðugan og öruggan aðgang að nægu framboði gæðamatvara. Að því markmiði hafa stjórnvöld hérlendis alltaf unnið með einhverjum hætti og gera það nú með beinum stuðningi annars vegar og tollvernd hins vegar. Þrátt fyrir það flytjum við inn landbúnaðarvörur fyrir 52 milljarða á ári, en út fyrir rúma 8.
 
Ýmsir gætu sagt að þar væri ekki sérlega langt gengið við að efla innlenda framleiðslu. Vissulega munum við aldrei framleiða innanlands allar þær landbúnaðarvörur sem fluttar eru inn, en það er alveg örugglega tækifæri til að sækja þarna fram.   
 
Sitjandi ríkisstjórn starfar eftir stjórnarsáttmála þar sem meðal annars eru fyrirætlanir um að efla matvælaframleiðslu. Greinin bæði þarf og vill sækja fram á næstu árum. Þeir búvörusamningar sem nú er unnið að því að gera þurfa því að vera samningar sem horfa til framtíðar.
 
Fyrir nokkrum dögum gekk á samfélagsmiðlum pistill eftir Sigrúnu Harðardóttur þar sem hún telur upp ýmis verkefni sem njóta opinberra styrkja að meira eða minna leyti. Hún spyr t.d. af hverju hennar skattpeningar eigi að fara í að styrkja mjólkurframleiðslu þar sem hún drekki ekki mjólk, skólakerfi í ljósi þess að hún eigi ekki börn, almenningssamgöngur sem hún noti ekki og fleiri verkefni. En pistillinn endar á því að hún segir: „Við búum í samfélagi. Hættum að vera sjálfhverf.“ Þau orð vil ég taka undir. Við búum í samfélagi og því fylgir að við viljum vinna að ýmsum verkefnum saman. Það er einstaklingsbundið hvernig þau nýtast hverjum og einum, en við starfrækjum þau því við viljum búa í samfélagi þar sem það er gert. 
 
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun