Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Breskir bændur sitja á „lausafjártímasprengju“
Fréttir 30. október 2015

Breskir bændur sitja á „lausafjártímasprengju“

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Margir breskir bændur kvíða komandi vetri þar sem slæm lausafjárstaða gæti haft afgerandi áhrif á afkomu bænda og matvælafyrirtækin. Ástæðan er krafa verslunarinnar um verðlækkanir á afurðum 
Lord Curry, þingmaður, bóndi og lávarður af Kirkharle (Donald Thomas Younger Curry), segir að bændur í fjársvelti sitji nú þegar á tímasprengju vegna of lágs afurðaverðs og stöðugrar pressu um lægra verð.  
 
Man ekki verri stöðu
 
„Ég man ekki eftir því að afurðaverð hafi farið eins neðarlega og núna,“ sagði þessi 71 árs gamli bóndi í ræðu í veislu sem haldin var á uppskeruhátíð 125 landbúnaðarblaðamanna og gesta sem haldin var í London. Greint var frá þessu í Farmers Weekly í byrjun mánaðarins. Hann hefur rekið eigið bú í Northumberland. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif og ég er mjög áhyggjufullur.“
 
Hann segir að ef ekki hefði komið til góð uppskera, þá hefðu margir bændur þegar verið komnir í algjöra skelfingu. Mikil uppskera muni þó ekki duga til að halda mönnum á floti. 
 
Hanga á bjargbrúninni á nöglunum 
 
Hann segir að komandi vetur verði prófsteinn á hversu mörg af þeim landbúnaðarfyrirtækjum sem nú „hangi á nöglunum“ einum á bjargbrúninni komi til með að lifa af. 
 
Curry tók þó ekki djúpt í árinni hvað varðar gagnrýni á verslunina og aðra viðskiptavini bænda. Sagði hann það allt hluta af samfélagi bænda, í þeim hópi væru vinir og nágrannar. Bændur hefðu líka ábyrgð sem heild til að hjálpa þeim þegar þannig stæði á. 
 
Lord Curry.
Evrópusambandið hefur gefið einstökum aðildarríkjum heimild til að liðka fyrir og flýta útgreiðslum landbúnaðarstyrkja til að slá á vandræðin. Þá styrki átti ekki að byrja að greiða út fyrr en 1. desember en var heimilað að hefja útgreiðslur þann 16. október. Er þetta hluti af ráðstöfunum sem komið hafa fram í kjölfar gríðarlegra mótmæla evrópskra bænda að undanförnu vegna lágs afurðaverðs. 
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...