Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Breskir bændur sitja á „lausafjártímasprengju“
Fréttir 30. október 2015

Breskir bændur sitja á „lausafjártímasprengju“

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Margir breskir bændur kvíða komandi vetri þar sem slæm lausafjárstaða gæti haft afgerandi áhrif á afkomu bænda og matvælafyrirtækin. Ástæðan er krafa verslunarinnar um verðlækkanir á afurðum 
Lord Curry, þingmaður, bóndi og lávarður af Kirkharle (Donald Thomas Younger Curry), segir að bændur í fjársvelti sitji nú þegar á tímasprengju vegna of lágs afurðaverðs og stöðugrar pressu um lægra verð.  
 
Man ekki verri stöðu
 
„Ég man ekki eftir því að afurðaverð hafi farið eins neðarlega og núna,“ sagði þessi 71 árs gamli bóndi í ræðu í veislu sem haldin var á uppskeruhátíð 125 landbúnaðarblaðamanna og gesta sem haldin var í London. Greint var frá þessu í Farmers Weekly í byrjun mánaðarins. Hann hefur rekið eigið bú í Northumberland. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif og ég er mjög áhyggjufullur.“
 
Hann segir að ef ekki hefði komið til góð uppskera, þá hefðu margir bændur þegar verið komnir í algjöra skelfingu. Mikil uppskera muni þó ekki duga til að halda mönnum á floti. 
 
Hanga á bjargbrúninni á nöglunum 
 
Hann segir að komandi vetur verði prófsteinn á hversu mörg af þeim landbúnaðarfyrirtækjum sem nú „hangi á nöglunum“ einum á bjargbrúninni komi til með að lifa af. 
 
Curry tók þó ekki djúpt í árinni hvað varðar gagnrýni á verslunina og aðra viðskiptavini bænda. Sagði hann það allt hluta af samfélagi bænda, í þeim hópi væru vinir og nágrannar. Bændur hefðu líka ábyrgð sem heild til að hjálpa þeim þegar þannig stæði á. 
 
Lord Curry.
Evrópusambandið hefur gefið einstökum aðildarríkjum heimild til að liðka fyrir og flýta útgreiðslum landbúnaðarstyrkja til að slá á vandræðin. Þá styrki átti ekki að byrja að greiða út fyrr en 1. desember en var heimilað að hefja útgreiðslur þann 16. október. Er þetta hluti af ráðstöfunum sem komið hafa fram í kjölfar gríðarlegra mótmæla evrópskra bænda að undanförnu vegna lágs afurðaverðs. 
Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...