Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Brennsluofn við KS á Sauðárkróki.
Brennsluofn við KS á Sauðárkróki.
Mynd / KS
Fréttir 14. apríl 2020

Brennsluofnar víða settir upp við afurðastöðvar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er rétt að staðan varðandi förgun dýrahræja er ekki í lagi,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS, og bætir við að þegar rætt sé um að banna urðun á lífrænum úrgangi gleymist þetta atriði.

Nautgriparæktarfélag Vestur-Húnavatnssýslu vakti athygli á málinu í bókun sem samþykkt var á aðalfundi þess á dögunum og var skorað á sveitarstjórn Húnaþings vestra að sinna lögbundinni skyldu sinni þegar kemur að förgun dýra­hræja.

Úrræðaleysið við förgun

„Úrræðaleysið þegar kemur að förgun dýrahræja í sveitarfélaginu er algert og bændur því tilneyddir að urða hræ heima á bæjunum, sem er ólöglegt,“  segir í bókuninni.

Þyrftum annars að aka þessu suður

Ágúst segir að flestir slátur­leyfis­hafar hafi leyst málið varðandi förgun dýrahræja með brennsluofnum sem félagið Nokk selur hér á landi. Einn slíkur er staðsettur á Sauðárkróki og þjónar þeim tilgangi að brenna áhættuvefjum (cat. 1) frá Kjötafurðastöð KS.

„Við höfum góða reynslu af þessu en ef við hefðum ekki þennan ofn stæðum við frammi fyrir þeim kosti að safna þessu saman og keyra þetta suður til brennslu í Kölku,“ segir Ágúst.

Ekki heimilt að taka á móti úrgangi frá öðrum

Í tilfelli sláturleyfishafa fellur starfsemi brennsluofna undir starfsleyfi afurðastöðvanna og er einungis ætlað fyrir úrgang sem fellur til frá viðkomandi afurðastöð. Þeim er því ekki heimilt að taka á móti úrgangi frá öðrum til brennslu. Hægt er að fá ofnana í ýmsum stærðum og gerðum eftir því sem hentar.

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hefur bent á að núverandi lög og reglur sem í gildi eru hér á landi um förgun dýrahræja gangi ekki upp þar sem ekki eru til úrræði til að fylgja þeim eftir, þ.e. það vantar brennsluofn/ofna til að brenna hræ af sjálfdauðum dýrum, dýrum sem lógað er heima vegna sjúkdóma og sláturúrgang sem til fellur við heimaslátrun.  Þá er söfnun hræja og förgun bæði mjög dýr og erfið í framkvæmd m.a. vegna varnarlína. 

Skylt efni: förgun gripa | brennsluofn

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...