Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Brennsluofn við KS á Sauðárkróki.
Brennsluofn við KS á Sauðárkróki.
Mynd / KS
Fréttir 14. apríl 2020

Brennsluofnar víða settir upp við afurðastöðvar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er rétt að staðan varðandi förgun dýrahræja er ekki í lagi,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS, og bætir við að þegar rætt sé um að banna urðun á lífrænum úrgangi gleymist þetta atriði.

Nautgriparæktarfélag Vestur-Húnavatnssýslu vakti athygli á málinu í bókun sem samþykkt var á aðalfundi þess á dögunum og var skorað á sveitarstjórn Húnaþings vestra að sinna lögbundinni skyldu sinni þegar kemur að förgun dýra­hræja.

Úrræðaleysið við förgun

„Úrræðaleysið þegar kemur að förgun dýrahræja í sveitarfélaginu er algert og bændur því tilneyddir að urða hræ heima á bæjunum, sem er ólöglegt,“  segir í bókuninni.

Þyrftum annars að aka þessu suður

Ágúst segir að flestir slátur­leyfis­hafar hafi leyst málið varðandi förgun dýrahræja með brennsluofnum sem félagið Nokk selur hér á landi. Einn slíkur er staðsettur á Sauðárkróki og þjónar þeim tilgangi að brenna áhættuvefjum (cat. 1) frá Kjötafurðastöð KS.

„Við höfum góða reynslu af þessu en ef við hefðum ekki þennan ofn stæðum við frammi fyrir þeim kosti að safna þessu saman og keyra þetta suður til brennslu í Kölku,“ segir Ágúst.

Ekki heimilt að taka á móti úrgangi frá öðrum

Í tilfelli sláturleyfishafa fellur starfsemi brennsluofna undir starfsleyfi afurðastöðvanna og er einungis ætlað fyrir úrgang sem fellur til frá viðkomandi afurðastöð. Þeim er því ekki heimilt að taka á móti úrgangi frá öðrum til brennslu. Hægt er að fá ofnana í ýmsum stærðum og gerðum eftir því sem hentar.

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hefur bent á að núverandi lög og reglur sem í gildi eru hér á landi um förgun dýrahræja gangi ekki upp þar sem ekki eru til úrræði til að fylgja þeim eftir, þ.e. það vantar brennsluofn/ofna til að brenna hræ af sjálfdauðum dýrum, dýrum sem lógað er heima vegna sjúkdóma og sláturúrgang sem til fellur við heimaslátrun.  Þá er söfnun hræja og förgun bæði mjög dýr og erfið í framkvæmd m.a. vegna varnarlína. 

Skylt efni: förgun gripa | brennsluofn

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...