Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Brennsluofn við KS á Sauðárkróki.
Brennsluofn við KS á Sauðárkróki.
Mynd / KS
Fréttir 14. apríl 2020

Brennsluofnar víða settir upp við afurðastöðvar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er rétt að staðan varðandi förgun dýrahræja er ekki í lagi,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS, og bætir við að þegar rætt sé um að banna urðun á lífrænum úrgangi gleymist þetta atriði.

Nautgriparæktarfélag Vestur-Húnavatnssýslu vakti athygli á málinu í bókun sem samþykkt var á aðalfundi þess á dögunum og var skorað á sveitarstjórn Húnaþings vestra að sinna lögbundinni skyldu sinni þegar kemur að förgun dýra­hræja.

Úrræðaleysið við förgun

„Úrræðaleysið þegar kemur að förgun dýrahræja í sveitarfélaginu er algert og bændur því tilneyddir að urða hræ heima á bæjunum, sem er ólöglegt,“  segir í bókuninni.

Þyrftum annars að aka þessu suður

Ágúst segir að flestir slátur­leyfis­hafar hafi leyst málið varðandi förgun dýrahræja með brennsluofnum sem félagið Nokk selur hér á landi. Einn slíkur er staðsettur á Sauðárkróki og þjónar þeim tilgangi að brenna áhættuvefjum (cat. 1) frá Kjötafurðastöð KS.

„Við höfum góða reynslu af þessu en ef við hefðum ekki þennan ofn stæðum við frammi fyrir þeim kosti að safna þessu saman og keyra þetta suður til brennslu í Kölku,“ segir Ágúst.

Ekki heimilt að taka á móti úrgangi frá öðrum

Í tilfelli sláturleyfishafa fellur starfsemi brennsluofna undir starfsleyfi afurðastöðvanna og er einungis ætlað fyrir úrgang sem fellur til frá viðkomandi afurðastöð. Þeim er því ekki heimilt að taka á móti úrgangi frá öðrum til brennslu. Hægt er að fá ofnana í ýmsum stærðum og gerðum eftir því sem hentar.

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hefur bent á að núverandi lög og reglur sem í gildi eru hér á landi um förgun dýrahræja gangi ekki upp þar sem ekki eru til úrræði til að fylgja þeim eftir, þ.e. það vantar brennsluofn/ofna til að brenna hræ af sjálfdauðum dýrum, dýrum sem lógað er heima vegna sjúkdóma og sláturúrgang sem til fellur við heimaslátrun.  Þá er söfnun hræja og förgun bæði mjög dýr og erfið í framkvæmd m.a. vegna varnarlína. 

Skylt efni: förgun gripa | brennsluofn

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...