Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Breiðavað
Bærinn okkar 13. ágúst 2015

Breiðavað

Stefanía kom í Breiðavað 1984 og hóf þar búskab ásamt Kristjáni Frímanssyni og móður hans Guðrúnu Blöndal. Kristján lést árið 1999 og Stefanía, ásamt Þór­arni Bjarka Benediktsyni, keypti jörðina af Guðrúnu árið 2000. 
 
Býli:  Breiðavað.
 
Staðsett í sveit:  Austur-Húna­vatns­sýsla.
 
Ábúendur: Stefanía Egilsdóttir og Þórarinn Bjarki Benediktsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýr): 
Dæturnar okkar fjórar eru Dagný Björk fædd 1985, Jenný Drífa fædd 1990, Árný Dögg fædd 1995 og Hjördís fædd 2002. Gæludýrin eru chihuahua-tíkin Tanja, kötturinn Snúlla og sex border collie-hundar.
 
Stærð jarðar:  982 ha.
 
Gerð bús: Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir:
550 fjár, 24 hross, níu geitur og kiðlingar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hefbundið á sauðfjárbúi. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt gaman ef við ger­um það saman, nema tína plast af girðingum, segir Hjördís.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan og nú, kannski fleiri geitur.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Bara vonandi vel .
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í hreinum afurðum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, ostur, skinka og svolítið af bjór.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heim­ilinu? Lambakjöt .
 
Eftirminnilegasta atvikið við bú­störfin? Þegar við tókum við jörð­inni og einnig þegar við fengum okkur geitur.

5 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...