Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Breiðavað
Bóndinn 13. ágúst 2015

Breiðavað

Stefanía kom í Breiðavað 1984 og hóf þar búskab ásamt Kristjáni Frímanssyni og móður hans Guðrúnu Blöndal. Kristján lést árið 1999 og Stefanía, ásamt Þór­arni Bjarka Benediktsyni, keypti jörðina af Guðrúnu árið 2000. 
 
Býli:  Breiðavað.
 
Staðsett í sveit:  Austur-Húna­vatns­sýsla.
 
Ábúendur: Stefanía Egilsdóttir og Þórarinn Bjarki Benediktsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýr): 
Dæturnar okkar fjórar eru Dagný Björk fædd 1985, Jenný Drífa fædd 1990, Árný Dögg fædd 1995 og Hjördís fædd 2002. Gæludýrin eru chihuahua-tíkin Tanja, kötturinn Snúlla og sex border collie-hundar.
 
Stærð jarðar:  982 ha.
 
Gerð bús: Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir:
550 fjár, 24 hross, níu geitur og kiðlingar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hefbundið á sauðfjárbúi. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt gaman ef við ger­um það saman, nema tína plast af girðingum, segir Hjördís.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan og nú, kannski fleiri geitur.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Bara vonandi vel .
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í hreinum afurðum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, ostur, skinka og svolítið af bjór.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heim­ilinu? Lambakjöt .
 
Eftirminnilegasta atvikið við bú­störfin? Þegar við tókum við jörð­inni og einnig þegar við fengum okkur geitur.

5 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...