Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Brautskráning frá Hólum
Líf og starf 19. júní 2014

Brautskráning frá Hólum

Alls voru 68 nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Hólum föstudaginn 6. júní síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð.

Nemendur á Hólum útskrifast frá hestafræðideild, fiskeldis- og fiskalíffræðideild og  ferðamáladeild. Í fyrsta sinn var nemandi brautskráður með MA-próf í ferðamálafræði, Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, og einnig var þetta í fyrsta skipti sem nemendur útskrifuðust með BS-próf í sjávar- og vatnalíffræði af sameiginlegri námsbraut Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. Það voru þær Freydís Ósk Hjörvarsdóttir og Soffía Karen Magnúsdóttir.

Sjö nemendur voru brautskráðir með BS í hestafræði, af sameiginlegri námsbraut Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, en að þessu sinni var það Landbúnaðarháskólinn sem annaðist brautskráninguna.

Hólarektor ávarpaði viðstadda og deildarstjórar fluttu auk þess stutt ávörp áður en þeir afhentu prófskírteinin. Að athöfn lokinni bauð skólinn viðstöddum til kaffisamsætis, sem Ferðaþjónustan á Hólum annaðist.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...