Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
SN 468 – Þorsteinn Birgisson ekur og Bjarki F. Sigurjónsson farþegi, mynd tekin þegar ekið er yfir Múlakvísl.
SN 468 – Þorsteinn Birgisson ekur og Bjarki F. Sigurjónsson farþegi, mynd tekin þegar ekið er yfir Múlakvísl.
Fólk 22. júní 2016

Brandarar minntust Vatnabrands með ferð um Mýrdalinn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Brandarar, sem er hópur afkomenda Mýrdælingsins Brands Stefánssonar, fóru í ferð um Mýrdalinn föstudaginn 20. maí. Tilefnið var að Brandur, oft nefndur Vatna-Brandur, hefði orðið 110 ára þann dag. 
„Brandur var mikill frumkvöðull og var sá fyrsti í Mýrdal til að kaupa sér bíl árið 1927. Vegir voru þá engir og kom því bíllinn með skipinu Skaftfellingi til Víkur,“ segir Guðjón Þorsteinn Guðmundsson, aðspurður um ástæðu ferðarinnar en hann var einn af skipuleggjendum hennar. Brandur var brautryðjandi í samgöngusögu Mýrdælinga því hann hóf áætlunarferðir fyrstur manna milli Reykjavíkur og Víkur.
 
„Ferðin okkar 20. maí var ekki hefðbundin því við reyndum að keyra Mýrdalinn eins og Brandur hefði gert það á fyrstu árunum sínum og farið á vaði yfir þær ár sem ekki voru brúaðar á þessum tíma.
 
Við vorum vel bílandi miðað við þann bílakost sem Brandur hafði á sínum tíma en þrátt fyrir það tók okkur um 4 klukkustundir með góðum stoppum að keyra Mýrdalinn frá Jökulsá á Sólheimasandi að Hafursey.
 
Með þessu framtaki viljum við halda sögu Vatna-Brands á lofti og vonumst til þess að hans verði minnst í komandi framtíð,“ bætir Guðjón Þorsteinn við. 
Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...