Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
SN 468 – Þorsteinn Birgisson ekur og Bjarki F. Sigurjónsson farþegi, mynd tekin þegar ekið er yfir Múlakvísl.
SN 468 – Þorsteinn Birgisson ekur og Bjarki F. Sigurjónsson farþegi, mynd tekin þegar ekið er yfir Múlakvísl.
Líf&Starf 22. júní 2016

Brandarar minntust Vatnabrands með ferð um Mýrdalinn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Brandarar, sem er hópur afkomenda Mýrdælingsins Brands Stefánssonar, fóru í ferð um Mýrdalinn föstudaginn 20. maí. Tilefnið var að Brandur, oft nefndur Vatna-Brandur, hefði orðið 110 ára þann dag. 
„Brandur var mikill frumkvöðull og var sá fyrsti í Mýrdal til að kaupa sér bíl árið 1927. Vegir voru þá engir og kom því bíllinn með skipinu Skaftfellingi til Víkur,“ segir Guðjón Þorsteinn Guðmundsson, aðspurður um ástæðu ferðarinnar en hann var einn af skipuleggjendum hennar. Brandur var brautryðjandi í samgöngusögu Mýrdælinga því hann hóf áætlunarferðir fyrstur manna milli Reykjavíkur og Víkur.
 
„Ferðin okkar 20. maí var ekki hefðbundin því við reyndum að keyra Mýrdalinn eins og Brandur hefði gert það á fyrstu árunum sínum og farið á vaði yfir þær ár sem ekki voru brúaðar á þessum tíma.
 
Við vorum vel bílandi miðað við þann bílakost sem Brandur hafði á sínum tíma en þrátt fyrir það tók okkur um 4 klukkustundir með góðum stoppum að keyra Mýrdalinn frá Jökulsá á Sólheimasandi að Hafursey.
 
Með þessu framtaki viljum við halda sögu Vatna-Brands á lofti og vonumst til þess að hans verði minnst í komandi framtíð,“ bætir Guðjón Þorsteinn við. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...