Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Björgun sækir skeljasandinn á námasvæðin sem heita Fláskarðskriki og Sandhali.
Björgun sækir skeljasandinn á námasvæðin sem heita Fláskarðskriki og Sandhali.
Mynd / Orkustofnun
Fréttir 10. maí 2022

Bráðabirgðaleyfi til eins árs um vinnslu á um 12 þúsund tonnum skeljasands

Höfundur: smh

Frá því var greint í 7. tölublaði Bændablaðsins í byrjun apríl, að fyrirtækið Björgun hefði ekki fengið endurnýjað námaleyfi til vinnslu á skeljasandi úr Faxaflóa og því væri óvissa með framboð á honum til kölkunar á ræktarlöndum og fóðurgerðar nú í byrjun sumars. Nú virðist hins vegar hilla undir að leyfið fáist veitt að nýju frá Orkustofnun og eru vonir bundnar við að hægt verði að afgreiða skeljasand innan tveggja vikna.

Innlendar skeljasandsbirgðir voru á þrotum í byrjun apríl og ákall var um að leyfi til að sækja þetta mikilvæga innlenda jarðefni fengist, til að aukinnar framleiðni á nytjalandi íslenskra bænda.

Kristján Geirsson, verkefnisstjóri vatnsauðlinda hjá Orkustofnun, segir að vinnsla við leyfið sé langt komin. Drög séu í skoðun hjá Björgun og beðið sé viðbragða við þeim. „Ef ekki verða gerðar miklar athugasemdir og allt gengur upp má gera ráð fyrir útgáfu fljótlega. Það eru hins vegar margir sem koma að þessu ferli og mjög mikið að gera hjá öllu þessu fólki svo það er ekki hægt að segja nákvæmlega hvenær ferlinu lýkur,“ segir Kristján.

Sóley er sanddæluskip Björgunar.

Um 12 þúsund tonna leyfi

Um bráðabirgðaleyfi til eins árs er að ræða þar sem heimilt er að taka 10 þúsund rúmmetra af skeljasandi, sem er um 12 þúsund tonn af hráum skeljasandi. Á síðasta ári seldi Björgun tæplega tíu þúsund tonn af skeljasandi til fóður- og áburðasala, til bænda, verktaka og golfklúbba, auk steinullarframleiðslu. Rúmlega þriðjungur af magninu fór til jarðræktar og fóðurgerðar.

Ágreiningur hafði risið á milli Orkustofnunar og Björgunar um ástæður tafanna á leyfisveitingunni. Kristján sagði í umfjölluninni í byrjun apríl að hluti af skýringunum á töfunum sé að unnið hafi verið samkvæmt forgangsröðun Björgunar og skeljasandsnámurnar ekki verið þar framarlega raðað. Kallað hafi verið eftir fullnægjandi gögnum fyrir þá vinnslu, áður en hægt væri að afgreiða umsóknirnar.

Möguleg afgreiðsla innan tveggja vikna

Eysteinn Dofrason, framkvæmdastjóri Björgunar, sagði hins vegar að öll gögn hefðu legið fyrir, enda hafi Björgun unnið efni úr námum í sunnanverðum Faxaflóa frá því í kringum 1960. „Fyrir liggur mat á umhverfisáhrifum vegna námusvæðanna, sem er enn í fullu gildi og því er mikil vitneskja til staðar um námurnar og svæðin í kring,“ sagði hann. Orkustofnun hafi hins vegar óskað eftir nýjum og uppfærðum gögnum og svo virtist sem hún léki þann leik í þeim tilgangi að réttlæta eigin tafir.

Eysteinn segir nú að drögin frá Orkustofnun séu nú til flýtimeðferðar hjá Björgun, en þau komu nýlega inn á þeirra borð. Stutt sé væntanlega í að leyfin verði gefin út. Möguleg dæling yrði þá innan viku og afgreiðsla innan tveggja  vikna. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...