Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Börn á sveitabæjum slasa sig of oft
Fréttir 16. júní 2020

Börn á sveitabæjum slasa sig of oft

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is
Af og til berast af því fregnir að börn undir 18 ára aldri slasa sig á sveitabýlum. Ótrúlega oft koma þá einhvers konar ökutæki við sögu sem var orsakavaldurinn. 
 
Dráttarvél, fjórhjól eða vélsleði eru algengustu tækin sem ungmenni eru að slasa sig á. Þessi slys eru fleiri en opinberar tölur segja til um því ekki eru öll slys skráð og jafnvel eru til sögusagnir um að slys séu ranglega skráð vísvitandi vegna þess að hinn slasaði hafði ekki ökuréttindi til að stjórna ökutækinu sem orsakaði slysið. Þetta eru stór orð og miklar fullyrðingar hjá undirrituðum, en því miður er þetta staðreynd og sem innskot hér þá gleymi ég því seint þegar ég var fyrir um ári síðan staddur á ónefndum sveitabæ og sonur bónda ætlaði að skjótast á fjórhjóli til að reka álftir úr túni að bóndi sagði við son sinn: 
„Vertu með hjálm, látum Hjört ekki ná af þér mynd hjálmlausum á fjórhjólinu.“
 
Ein af mörgum stofnunum og félögum í Ameríku er „The National Children’s Center for Rural and Agricultural“ sem sérhæfir sig í forvörnum til ungmenna á sveitabýlum. Á árunum 2015 til 2018 fækkaði slysum í þessum aldurshópi um tæplega fjórðung.
 
Flestir geta rifjað upp fyrsta skiptið sem þeir keyrðu ökutæki
 
Í nokkurra manna spjalli við menn á sextugsaldri sem ólust upp í sveit og búa enn í sveit vorum við að rifja upp hvað við vorum gamlir þegar við keyrðum fyrst dráttarvél. 
 
Hjá okkur flestum var svarið að við byrjuðum á aldrinum 7–9 ára að slóðdraga tún á litlum dráttarvélum. Á þessum árum voru minnstu dráttarvélarnar lítið stærri en fjórhjól og oft og tíðum án húss eða veltigrindar.  Í framhaldi spurði ég viðmælendur mína hug þeirra til þess að setja sín eigin börn upp á dráttarvél til að slóðdraga túnið heima við bæ. Svarið var ósköp einfalt. 
 
Dráttarvélum í dag og fyrir fimmtíu árum er ekki hægt að líkja saman. Að vera 7–9 ára á þessum nýju vélum gengur einfaldlega ekki upp. Enda hefur 7–9 ára barn ekki getu til að stjórna svona stórum dráttarvélum. Hins vegar ef rétt er farið með fjórhjól og smæstu vélar voru flestir sammála að 10–12 ára ættu að ráða við svoleiðis tæki með réttri tilsögn og undir eftirliti.
 
Ekki allt slæmt frá Ameríku þó að sumt sé vissulega „sjokkerandi“
 
Ein af mörgum stofnunum og félögum í Ameríku er „The National Children’s Center for Rural and Agricultural“, sem sérhæfir sig í forvörnum til ungmenna á sveitabýlum. Hún hefur lagt mikla áherslu undanfarin ár í að ná til þeirra sem eru undir 15 ára aldri síðan 2015 þegar slys ungmenna undir þeim aldri náðu hámarki. 
 
Á árunum 2015 til 2018 fækkaði slysum í þessum aldurshópi um tæplega fjórðung. Á meðan þeir settu svona mikla orku og áherslu á þennan aldurshóp hækkaði í staðinn slysatíðni í aldurshópnum 15–18 ára.  Childhood Agricultural Injuries í USA hefur síðan 1992 gefið út árlega samantekt úr skráðum slysum ungmenna í Ameríku og nýlega kom út samantekt fyrir árið 2020 sem byggir á gögnum til 2018 með fyrirsögninni að 60% af slysum á sveitabýlum er utan vinnutíma (við leik).
 
 
Skráning slysa í Ameríku góð, en slysatíðnin alltof há
 
Í Bandaríkjunum er það lagaleg skylda að skrá öll slys sem verða á býlum (há sekt ef slys eru ekki skráð eða rangt skráð). Í Bandaríkjunum eru yfir tvær milljónir bændabýla og á þeim búa og starfa tæplega 900.000 ungmenni undir 18 ára aldri. Árlega eru ráðnir til viðbótar um 250.000 ungmenni til starfa á býlunum og um 23 milljónir ungmenna heimsækja bandarísk býli árlega. 
 
Daglega slasast að meðaltali 33 börn á býlum og að meðaltali allt árið þriðja hvern dag lætur ungmenni lífið af völdum áverka eftir slys á bandarísku bóndabýli. Af þessum banaslysum eru flest þeirra tengd ökutækjum, eða 47% slysa. 60% af þessum slysum voru vegna þess að verið var að leika sér á ökutækjum (oftast fjórhjólum) án nægilegs öryggisbúnaðar s.s. hjálm og brynju. Einhverjum finnst eflaust að líkja saman Íslandi og Bandaríkjunum ekki skynsamleg samlíking, en tæki hér og tæki þar eru svipuð. Rétt hugarfar, hlífðarbúnaður og hjálmar eru eins svo að samlíking er að því leyti réttlætanleg. Förum varlega og hugsum vel um börnin okkar, þau eru okkar mesta gull.   

Skylt efni: slysavarnir

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi