Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss.
Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss.
Fréttaskýring 22. ágúst 2019

Bónus tilkynnt í vor að allir hryggir væru búnir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss, segir að málið horfi þannig við sér að varan heilir lambahryggir séu aukaatriði í þessu máli en það eru vinnubrögðin og aðferðirnar í málinu sem vekja spurningar.

„Bónus fékk tilkynningu snemma vors um að allir heilir hryggir fyrir Bónus væru búnir, í fram­­haldi fékk Bónus tilkynningar um hækkun á grillkjöti úr lamba­hrygg þar sem skortur væri á hryggjum. Lögmálið um framboð og eftirspurn réði því og skilningur á því hjá okkur.

Þegar síðar kemur í ljós sam­kvæmt Hagstofutölum að afurðir úr hryggjum hafi verið fluttar út í stórum stíl á verði sem íslenskum neyt­endum hefur aldrei staðið til boða, þrátt fyrir að íslenskir neytendur greiði um 5 milljarða í beingreiðslur til sauðfjárræktar, þá setur maður stórt spurningarmerki við slíkt.

Í framhaldi af þessu fóru Ferskar kjöt­vörur, í eigu Haga, að skoða inn­flutning á hryggjum þar sem engir hryggir og eða hryggjarliðir voru í boði.

Framhaldið þekkja allir, mikið leikrit fór í gang og allt í einu fundust nokkrir magnkassar af hryggjum á síðustu stundu svo ráð­herra afturkallaði heimild til innflutnings á hryggjum á lækk­uðum tollum. Ferskar kjötvörur höfðu í millitíðinni pantað hryggi frá Nýja-Sjálandi sem voru úr slátrun 2018 og gert var ráð fyrir að kæmu til landsins á lækkuðum tollum eins og ummæli ráðherra gáfu tilefni til. Þegar á hólminn kom dró ráðherra lækkunina til baka og hryggirnir komu til landsins á fullum tollum.“

Guðmundur segir að reyndar hafi ekki verið um mikið magn að ræða heldur nokkur tonn sem seld verða í Bónus á 2.598 krónur kílóið og má geta þess að hlutur ríkisins í því verði er um 40% í formi tolla og virðisaukaskatts.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...