Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss.
Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss.
Fréttaskýring 22. ágúst 2019

Bónus tilkynnt í vor að allir hryggir væru búnir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss, segir að málið horfi þannig við sér að varan heilir lambahryggir séu aukaatriði í þessu máli en það eru vinnubrögðin og aðferðirnar í málinu sem vekja spurningar.

„Bónus fékk tilkynningu snemma vors um að allir heilir hryggir fyrir Bónus væru búnir, í fram­­haldi fékk Bónus tilkynningar um hækkun á grillkjöti úr lamba­hrygg þar sem skortur væri á hryggjum. Lögmálið um framboð og eftirspurn réði því og skilningur á því hjá okkur.

Þegar síðar kemur í ljós sam­kvæmt Hagstofutölum að afurðir úr hryggjum hafi verið fluttar út í stórum stíl á verði sem íslenskum neyt­endum hefur aldrei staðið til boða, þrátt fyrir að íslenskir neytendur greiði um 5 milljarða í beingreiðslur til sauðfjárræktar, þá setur maður stórt spurningarmerki við slíkt.

Í framhaldi af þessu fóru Ferskar kjöt­vörur, í eigu Haga, að skoða inn­flutning á hryggjum þar sem engir hryggir og eða hryggjarliðir voru í boði.

Framhaldið þekkja allir, mikið leikrit fór í gang og allt í einu fundust nokkrir magnkassar af hryggjum á síðustu stundu svo ráð­herra afturkallaði heimild til innflutnings á hryggjum á lækk­uðum tollum. Ferskar kjötvörur höfðu í millitíðinni pantað hryggi frá Nýja-Sjálandi sem voru úr slátrun 2018 og gert var ráð fyrir að kæmu til landsins á lækkuðum tollum eins og ummæli ráðherra gáfu tilefni til. Þegar á hólminn kom dró ráðherra lækkunina til baka og hryggirnir komu til landsins á fullum tollum.“

Guðmundur segir að reyndar hafi ekki verið um mikið magn að ræða heldur nokkur tonn sem seld verða í Bónus á 2.598 krónur kílóið og má geta þess að hlutur ríkisins í því verði er um 40% í formi tolla og virðisaukaskatts.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...