Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss.
Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss.
Fréttaskýring 22. ágúst 2019

Bónus tilkynnt í vor að allir hryggir væru búnir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss, segir að málið horfi þannig við sér að varan heilir lambahryggir séu aukaatriði í þessu máli en það eru vinnubrögðin og aðferðirnar í málinu sem vekja spurningar.

„Bónus fékk tilkynningu snemma vors um að allir heilir hryggir fyrir Bónus væru búnir, í fram­­haldi fékk Bónus tilkynningar um hækkun á grillkjöti úr lamba­hrygg þar sem skortur væri á hryggjum. Lögmálið um framboð og eftirspurn réði því og skilningur á því hjá okkur.

Þegar síðar kemur í ljós sam­kvæmt Hagstofutölum að afurðir úr hryggjum hafi verið fluttar út í stórum stíl á verði sem íslenskum neyt­endum hefur aldrei staðið til boða, þrátt fyrir að íslenskir neytendur greiði um 5 milljarða í beingreiðslur til sauðfjárræktar, þá setur maður stórt spurningarmerki við slíkt.

Í framhaldi af þessu fóru Ferskar kjöt­vörur, í eigu Haga, að skoða inn­flutning á hryggjum þar sem engir hryggir og eða hryggjarliðir voru í boði.

Framhaldið þekkja allir, mikið leikrit fór í gang og allt í einu fundust nokkrir magnkassar af hryggjum á síðustu stundu svo ráð­herra afturkallaði heimild til innflutnings á hryggjum á lækk­uðum tollum. Ferskar kjötvörur höfðu í millitíðinni pantað hryggi frá Nýja-Sjálandi sem voru úr slátrun 2018 og gert var ráð fyrir að kæmu til landsins á lækkuðum tollum eins og ummæli ráðherra gáfu tilefni til. Þegar á hólminn kom dró ráðherra lækkunina til baka og hryggirnir komu til landsins á fullum tollum.“

Guðmundur segir að reyndar hafi ekki verið um mikið magn að ræða heldur nokkur tonn sem seld verða í Bónus á 2.598 krónur kílóið og má geta þess að hlutur ríkisins í því verði er um 40% í formi tolla og virðisaukaskatts.

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...