Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bólusetning gegn garnaveiki í Héraðshólfi
Fréttir 24. nóvember 2014

Bólusetning gegn garnaveiki í Héraðshólfi

Eins og fram kom í frétt Matvælastofnunar 5. nóvember s.l. var  garnaveiki staðfest á sauðfjárbúi í Héraðshólfi þann 3. nóvember. Í kjölfarið tók héraðsdýralæknir sýni á öðrum bæ í hólfinu og greindist garnaveiki einnig á honum.

Í frétt Matvælastofnunar frá því 21. nóvember kemur fram að héraðsdýralæknir hafi þann 19. nóvember haldið fund með  bændum á svæðinu á miðvikudagskvöld þar sem greint hafi verið frá því að Matvælastofnun hyggðist mæla með að skylt yrði að bólusetja allt fé í Héraðshólfi, til að verja það gegn veikinni og hindra útbreiðslu hennar.

Í frétt Matvælastofnunar segir ennfremur: „Talið er líklegt að garnaveikin sé til staðar á fleiri bæjum í hólfinu. Ekki er mögulegt að ganga fullkomlega úr skugga um það þar sem næmi þeirra blóðprófa sem hægt er að gera á lifandi dýrum er lágt, sem þýðir að þótt niðurstöður þeirra séu neikvæðar er ekki útilokað að garnaveiki sé til staðar. Öruggasta eftirlitið er að bændur fylgist vel með fénu og sendi sýni til rannsóknar á Tilraunastöðina á Keldum, úr kindum sem drepast eða er lógað vegna vanþrifa.

Bólusetning er góð leið til að koma í veg fyrir nýsmit og hindra útbreiðslu garnaveikinnar. Matvælastofnun mun mæla með því við atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið að Héraðshólfi verði bætt á lista í viðauka I með reglugerð um garnaveiki og varnir gegn henni, nr. 911/2011, þar sem tilgreind eru þau svæði á landinu þar sem skylt er að bólusetja öll ásetningslömb. Bændum er þó heimilt að hefja bólusetningu nú þegar.“

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...