Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bólusetning gegn garnaveiki í Héraðshólfi
Fréttir 24. nóvember 2014

Bólusetning gegn garnaveiki í Héraðshólfi

Eins og fram kom í frétt Matvælastofnunar 5. nóvember s.l. var  garnaveiki staðfest á sauðfjárbúi í Héraðshólfi þann 3. nóvember. Í kjölfarið tók héraðsdýralæknir sýni á öðrum bæ í hólfinu og greindist garnaveiki einnig á honum.

Í frétt Matvælastofnunar frá því 21. nóvember kemur fram að héraðsdýralæknir hafi þann 19. nóvember haldið fund með  bændum á svæðinu á miðvikudagskvöld þar sem greint hafi verið frá því að Matvælastofnun hyggðist mæla með að skylt yrði að bólusetja allt fé í Héraðshólfi, til að verja það gegn veikinni og hindra útbreiðslu hennar.

Í frétt Matvælastofnunar segir ennfremur: „Talið er líklegt að garnaveikin sé til staðar á fleiri bæjum í hólfinu. Ekki er mögulegt að ganga fullkomlega úr skugga um það þar sem næmi þeirra blóðprófa sem hægt er að gera á lifandi dýrum er lágt, sem þýðir að þótt niðurstöður þeirra séu neikvæðar er ekki útilokað að garnaveiki sé til staðar. Öruggasta eftirlitið er að bændur fylgist vel með fénu og sendi sýni til rannsóknar á Tilraunastöðina á Keldum, úr kindum sem drepast eða er lógað vegna vanþrifa.

Bólusetning er góð leið til að koma í veg fyrir nýsmit og hindra útbreiðslu garnaveikinnar. Matvælastofnun mun mæla með því við atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið að Héraðshólfi verði bætt á lista í viðauka I með reglugerð um garnaveiki og varnir gegn henni, nr. 911/2011, þar sem tilgreind eru þau svæði á landinu þar sem skylt er að bólusetja öll ásetningslömb. Bændum er þó heimilt að hefja bólusetningu nú þegar.“

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...