Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bólusetning gegn garnaveiki í Héraðshólfi
Fréttir 24. nóvember 2014

Bólusetning gegn garnaveiki í Héraðshólfi

Eins og fram kom í frétt Matvælastofnunar 5. nóvember s.l. var  garnaveiki staðfest á sauðfjárbúi í Héraðshólfi þann 3. nóvember. Í kjölfarið tók héraðsdýralæknir sýni á öðrum bæ í hólfinu og greindist garnaveiki einnig á honum.

Í frétt Matvælastofnunar frá því 21. nóvember kemur fram að héraðsdýralæknir hafi þann 19. nóvember haldið fund með  bændum á svæðinu á miðvikudagskvöld þar sem greint hafi verið frá því að Matvælastofnun hyggðist mæla með að skylt yrði að bólusetja allt fé í Héraðshólfi, til að verja það gegn veikinni og hindra útbreiðslu hennar.

Í frétt Matvælastofnunar segir ennfremur: „Talið er líklegt að garnaveikin sé til staðar á fleiri bæjum í hólfinu. Ekki er mögulegt að ganga fullkomlega úr skugga um það þar sem næmi þeirra blóðprófa sem hægt er að gera á lifandi dýrum er lágt, sem þýðir að þótt niðurstöður þeirra séu neikvæðar er ekki útilokað að garnaveiki sé til staðar. Öruggasta eftirlitið er að bændur fylgist vel með fénu og sendi sýni til rannsóknar á Tilraunastöðina á Keldum, úr kindum sem drepast eða er lógað vegna vanþrifa.

Bólusetning er góð leið til að koma í veg fyrir nýsmit og hindra útbreiðslu garnaveikinnar. Matvælastofnun mun mæla með því við atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið að Héraðshólfi verði bætt á lista í viðauka I með reglugerð um garnaveiki og varnir gegn henni, nr. 911/2011, þar sem tilgreind eru þau svæði á landinu þar sem skylt er að bólusetja öll ásetningslömb. Bændum er þó heimilt að hefja bólusetningu nú þegar.“

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...