Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Böðvarshólar
Bærinn okkar 19. júní 2014

Böðvarshólar

Bærinn Böðvarshólar í Vesturhópi stendur sunnarlega við Vatnsnesfjall, austan megin. Umhverfi bæjarins er næsta sérkennilegt. Bærinn er í frjóum, fögrum og rúmmiklum fjallahvammi og að nokkru umluktur hólum og hæðaklösum við rætur fjallsins.

Hvammurinn er konungsríki út af fyrir sig, því hvergi sér til annarra bæja. Góð og smekkvís öfl hafa skapað þennan broshýra og gróðurríka sólarhvamm. Konráð keypti jörðina af foreldrum sínum, þeim Jóni Gunnarssyni og Þorbjörgu Konráðsdóttir, árið 1978, þá 20 ára.

Býli:  Böðvarshólar.

Staðsett í sveit: Vesturhópi Húnaþing vestra.

Ábúendur: Konráð Pétur Jónsson og Jónína Ragna Sigurbjartsdóttir. Einnig búa dóttir okkar, tengdasonur og barnabarn á bænum, þau Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Jón Benedikts Sigurðsson og Margrét Ragna Jónsdóttir, en þau stefna á að taka við af okkur í framtíðinni.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Börnin eru fjögur og barnabörnin eru orðin þrjú. Elstur er Jón Frímann, búsettur í Danmörku, Þorbjörg Helga býr ásamt manni sínum Hákoni Bjarka Harðarsyni og tveim dætrum, þeim Ragnheiði Birtu og Halldóru Brá, á Svertingsstöðum í Eyjafirði, Ingveldur Ása og Daníel Óli býr í Reykjavík. Hundarnir Neró og Týra og tveir hvolpar ásamt kettinum Ídu.

Stærð jarðar: Tæpir 1600 ha. Þar af ræktað land um 50 ha.

Gerð bús: Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir:
Á búinu eru um 600 fjár, 30 hross, 20 hænur, 4 hundar og 1 köttur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Það er mjög árstíðabundið en núna er verið að þrífa fjárhúsin eftir sauðburð, huga að girðingum og húsbóndinn veiðir tófu.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Ef vel gengur er allt skemmtilegt nema að klippa klaufir, það er alltaf leiðinlegt.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Hann verður með svipuðu sniði.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í fínum farvegi.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni?
Vel ef við pössum upp á sérstöðu íslensks landbúnaðar.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?
Að halda áfram að reyna við erlenda markaði.

Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, ostur og grænmeti.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Allt gott, held samt að lambakjötið hafi vinninginn.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við tókum nýju fjárhúsin í notkun, árið 2008.

8 myndir:

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...