Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Blöndulína felld niður sem varnarlína dýrasjúkdóma
Mynd / BBL
Fréttir 7. febrúar 2018

Blöndulína felld niður sem varnarlína dýrasjúkdóma

Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi frá sér í morgun kemur fram að Blöndulína hefur verið felld niður sem varnarlína vegna dýrasjúkdóma með ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Segir þar að takmarkanir á flutningum sauðfjár í fyrrum Húnahólfi lengist sem nemur nýjasta tilfelli riðu í fyrrum Skagahólfi.

Fram kemur að Blöndulína í núverandi mynd þjóni ekki tilætluðum tilgangi. „Ljóst er að varnarlínan hefur ekki verið fjárheld frá því Blönduvirkjun var reist og ekki fæst fjármagn til að halda varnarlínunni fjárheldri. Með auglýsingu nr. 88/2018 um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma fellur varnarlínan niður frá 1. febrúar sl.

Við þessa breytingu sameinast Húnahólf og Skagahólf í eitt varnarhólf sem kallast Húna- og Skagahólf og verður varnarhólf nr. 9. Hólfið mun afmarkast af Vatnsneslínu, Miðfjarðarlínu og Tvídægrulínu að vestan, Kjalarlínu að sunnan og Héraðsvatnalínu að austan,“ segir í tilkynningunni.

Síðasta riðutilfelli í Skagafirði frá 2016

„Síðasta riðutilfelli kom upp í Skagahólfi árið 2016 á bænum Stóru Gröf Ytri. Varnarhólf telst sýkt í 20 ár frá síðasta staðfesta tilfelli. Því mun nýja hólfið, Húna- og Skagahólf, teljast sýkt svæði til 31. desember 2036, að því gefnu að engin ný tilfelli komi upp. Helstu áhrif sameiningar hólfanna á bændur eru að gildistími hafta innan fyrrum Húnahólfs lengist um að minnsta kosti 9 ár. Síðasta tilfelli riðu í Húnahólfi var árið 2007 á bænum Kambhóli í Húnaþingi vestra og að öllu óbreyttu hefði því höftum verið aflétt af því hólfi 1. janúar 2028.

Í báðum hólfum var bólusett við garnaveiki og mun ný skipan ekki hafa breytingar í för með sér hvað garnaveikibólusetningar varðar.

Aðrar breytingar sem tilkynntar eru í auglýsingunni eru að Eyjafjarðarlína færist úr stað og liggur línan nú eftir Eyjafjarðará sunnan að Mjaðmá að Skjónafelli og að Miklafelli í Hofsjökli,“ segir ennfremur í tilkynningu Matvælastofnunar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...