Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mynd 1: Býfluga að frjóvga.
Mynd 1: Býfluga að frjóvga.
Á faglegum nótum 21. mars 2018

Blómgun

Höfundur: Christina Stadler, Börkur Halldór Bl Hrafnkelsson, Elías Óskarsson
Í fyrstu grein var fjallað um útplöntun og uppeldi í öðru tölublaði Bændablaðsins 2018. Þessi grein fjallar um blómgun sem er mikilvæg til að fá söluhæfa uppskeru.
 
Blómgun
 
Þegar jarðarberjaplantan myndar blómvísana, þá gerist það að hausti og skilar sér næsta sumar sem blómklasar ef aðstæður eru réttar. Berin sem myndast úr blóminu vaxa út frá þrútnum blómbotni. Blómgun jarðarberjaplantna ræðst af arfgerð plöntunnar, daglengd og lofthita. Plönturnar sem eru notaðar við gróðurhúsaframleiðslu jarðarberja hér á landi eru langdagsplöntur (LD plöntur) og þurfa því lengri dag en nótt til að blómstra. Til þess að tryggja að jarðarberjaplöntur myndi blóm í gróðurhúsinu þarf lofthitastig og daglengd að vera rétt.
 
Æskilegt lofthitastig og daglengd fyrir jarðarberjaplöntur í gróðurhúsi er 16°C daghiti og 8°C næturhiti. Daglengdin þarf að vera frá 12-16 klst til þess að plönturnar blómstri. Á meðan blómgun stendur er nauðsýnlegt að tryggja að plönturnar fái nóg vatn og næringu en það er mikilvægt svo að uppskera verði góð.
 
Mynd 2: Ófrjóvgað blóm.
 
Frjóvgun
 
Blómin sem myndast eru tvíkynja og þarf því að tryggja víxlfrjóvgun en býflugur (Mynd 1) sjá best um það verk. Frjóvgunin er skilyrði sem verður að uppfylla ef berin eiga að þroskast rétt svo þau geti náð réttri stærð og verði ekki útlitsgölluð. Hvert blóm er opið í 2–3 daga svo að frjóvgunin þarf að eiga sér stað á því tímabili. Þegar jarðarberjaplöntur eru ræktaðar utandyra þá er frjóvgunin síður vandamál þar sem vindur, skordýr og flugur eru til staðar til þess að sinna frjóvguninni,  þó getur alltaf borið á ófrjóvguðum blómum inni á milli.
 
Það er hægt að fylgjast með hvort blóm frjóvgast eða ekki. Ófrjóvgað blóm er gult (Mynd 2), en þegar blóm er frjóvgað breytist liturinn og þá verða nokkrir litlir dökkir (brúngulir) punktar á blóminu (Mynd 3). Það er hægt að fylgjast með frjóvgun með því að merkja blóm og skoða næstu þrjá daga hvort að býflugur hafi skilið eftir sig merki.
 
Mynd 3: Frjóvgað blóm.
 
Þegar blómin eru opin, en aðeins fá þeirra hafa verið frjóvguð, þá getur verið að lengja þurfi opnunartíma býflugnabús, skýjað veður hefur letjandi áhrif á afkastagetu býflugunnar, bú getur verið orðið gamalt og lítið eftir af býflugum. Það hefur neikvæð áhrif á magn uppskeru ef frjóvgunin er léleg.
 
Mynd 4: Offrjóvgað blóm.
 
Hins vegar getur það líka gerst að býflugur frjóvgi of mikið (offrjóvgun). Sem er þegar lítið af frjói er eftir í blóminu og þær fara að bíta í blómbotninn, það gerist þegar búið er opið of lengi og of mikið af býflugum er í boði og of lítið af opnum blómum. Í staðinn fyrir að fá lítinn dökkan punkt á blómið, sem sýnir að það hafi verið frjóvgað, verða margir dökkir punktar (Mynd 4). Það leiðir seinna til ósöluhæfra, útlitsgallaðra og illa lagaðra berja.
 
Mynd 5: Klasar, ber og stuðningsborðar.
 
Umhirða blómklasa
 
Blómklasana þarf að passa sérstaklega vel til að tryggja að þéttleiki berjanna, bragðgæði og ending sé viðunandi. Það er mikið atriði að passa að ekkert brot myndist á stöngli blómklasanna því það dregur þá úr dreifingu næringarefna sem þarf að berast til berjanna. Skortur á næringarefnum til berjanna veldur því að berin verða súr, eru með harðan kjarna og berin eru lítil. Ráðlegt er að hafa stuðning (t.d. rör eða borða) fyrir klasana til að tryggja að þeir brotni síður (Mynd 5).
 
Til að auðvelda vinnu við blómaklasana er ráðleggt að halda laufblöðum frá klösunum með bandi þegar jarðarberjaræktun er stór í sniðum. Laufblöð eiga að vera fyrir innan band.
 
Christina Stadler, 
Börkur Halldór Bl Hrafnkelsson, Elías Óskarsson

Skylt efni: jarðarberjaræktun

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...