Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá sýningunni 2010.
Frá sýningunni 2010.
Fréttir 27. júní 2014

Blóm í bæ

Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ í Hveragerði verður sett í dag – og haldin þar með í fimmta sinn. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina. Sýningin stendur fram á sunnudag.

Sýningarsvæðið er í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi viðburða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu.

Þema sýningarinnar í ár verður „Regnboginn“ og munu blómaskreytar töfra fram skrautlegar skreytingar í þeim anda.

Blómaskreytar/Listamenn frá a.m.k 8 löndum vinna að verkefni sem kallast LandArt en það eru listaverk unnin úr náttúrunni í náttúruna.

Sýningar, markaðir og fræðsla verða alla sýningardagana.

Sýningin er fjölskyldumiðuð, fólk á öllum aldri ætti að finna eitthvað við sitt hæfi.

Í Hveragerði er gott tjaldsvæði sem verður opið alla dagana.

Gjaldtöku fyrir markaðsbása verður haldið í lágmarki með það að markmiði að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í sýningunni.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...