Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bláberja-bollakökur með kínóakorni og döðlum
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 5. október 2018

Bláberja-bollakökur með kínóakorni og döðlum

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Íslensk bláber eru holl ofurfæða og henta vel í þessar orkumiklu bollakökur, sem eru glútenfríar með því að nota kínóa í stað hveitis. Gott er að fylla frystinn af þeim til að eiga til haustsins. 
 
Gott er að nota náttúrulegt sætuefni eins og döðlur eða hunang en kínóa er eitt vinsælasta heilsufæðishráefnið í dag. Fljótlegt er að gera bollakökur og auðvelt.
 
Kínóa er glútenfrítt, með mikið magn af próteini, ein af fáum plöntum sem innihalda allar þær níu nauðsynlegar amínósýrur sem líkaminn þarfnast. Það er einnig trefjaríkt og inniheldur magnesíum, B-vítamín, járn, kalíum, kalsíum, fosfór, E-vítamín og ýmis heilsusamleg andoxunarefni.
Kínóa í uppskriftum getur bætt blóðsykurinn og kólesterólmagn í blóði.
 
Talið er að kínóa (quinoa) hafi fyrst verið notað til manneldis fyrir þrjú til fjögur þúsund árum síðan, á Andessvæðinu í Bólivíu, Perú og Kólumbíu. Þetta korn hefur verið undirstaðan í mataræði Inka sem kalla  það „Móðurkornið“.Það er líka glútenlaust, ljúffengt og auðvelt að elda og að bæta í rétti. 
 
Í þessari uppskrift eru kínóa-kornin elduð eins og grautur eða hafragrautslummur og sett í muffins-form, bökuð og svo hituð eða borðuð köld eftir hendinni eða þegar gestir kíkja í heimsókn.
 
Bláberja-bollakökur með kínóakorni og döðlum
 • 1/3 bolli  ( 80 g ) kínóa ósoðið
 • 2/3 bolli  (225 g) kókosmjólk
 • 2 msk. kókosolía
 • 3 msk. hunang
 • 2 stór egg
 • 1/2 tsk. vanilluþykkni
 • Ögn af salti
 • 1/2 bolli (170 g) vanillu grænmetis- eða sojapróteinduft
 • 1/4 bolli döðlur (100 g ), saxaðar eða teningar
 • 1/2 bolli eða um 170 g fersk bláber helst aðalbláber 
Aðferð
Forhitaðu ofninn í 200 gráður og settu muffinsmót í ofninn. 
 
Blandið saman hráu kínóa og kókosmjólk í miðlungsstórum potti og látið sjóða við háan hita. Þegar suðan er komin upp, lækkið hitann og látið malla rólega. Eldið þar til mjólkin er að mestu horfin og grautaráferð er náð, í um 20–25 mínútur. Látið kólna.
 
Bræðið kókosolíu og hunang saman í plast- eða keramikskál í örbylgjuofni þar til það er orðið slétt og fljótandi.
 
Setjið eggin saman við og hrærið vel. Þá er vanilluþykkni bætt saman við og klípu af salti. Blandið vel saman.
 
Bætið kældu soðnu kínóa saman við og kókosmjólkurblöndunni og hrærið vel í þessu.
 
Setjið döðlurnar í skál og blandið próteinduftinu saman við.
 
Blandið döðlum, próteinduftinu, og bláberjum vel saman við kínóa-blönduna. 
 
Skiptið blöndunni upp í sjö hluta og setjið í muffinsformin, næstum full. Bakið þar til toppurinn er gullinn og tannstöngull kemur hreinn upp þegar honum er stungið í  miðjuna, eða í um 17–20 mínútur. Látið kólna alveg í forminu.
 
Skrautleg berjakaka með smjörkremi
Að blanda saman Nutella og jarðarberjum hefur lengi verið uppáhaldssamsetningin mín. Súkkulaði-heslihnetubragðið með ferskum berjum er bara of gott. Það má nota öll ber í þessa köku.
 
Hvít svampkaka
 • 2 bollar (500g) sykur
 • 4 egg
 • 2 1/2 bolli (625 g) hveiti
 • 1 bolli (250 g) mjólk
 • 3/4 bolli (175 ml) jurtaolía
 • 2 1/4 teskeiðar (11 g) lyftiduft 
 • 1 tsk. (5 ml) vanilludropar eða duft
 • Nutella eftir smekk
Hitið ofninn í 180 gráður, tvö kringlótt kökuform (23 cm) eða eitt (23 x 33 cm) eru smurð og bökunarpappír settur í botninn. Smjörpappírinn er smurður aftur og hliðarnar á formunum líka vel.
 
Í hrærivél er sykri og eggjum þeytt saman þangað til grunnurinn hefur örlítið þykknað, um eina mínútu. Bætið hveiti, mjólk, olíu, lyftidufti og vanillu saman við og hrærið í eina mínútu, eða bara þar til deigið er slétt og loftmikið. Ekki ofþeyta. Hellið deiginu í formin.
 
Bakið í forhituðum ofni í 30 til 40 mínútur, eða þar til topparnir eru gullnir og tannstönglar sem stungið er í miðju á deiginu koma út hreinir og deiglausir (eitt fullt form tekur lengri tíma að baka en tvær hringir eða minni form). Losaðu meðfram kökuhliðinni með litlum hníf og hvolfið kökunni úr formunum á borðið eða grind og fjarlægið smjörpappírinn. Látið kólna alveg áður en kakan er smurð með Nutella og kremi (sykurmassa).
 
Fyrir jarðarberja-smjörkremið:
 • ½ bolli jarðarberjamauk (marin ber)
 • ¾ bolli ósaltað smjör, stofuhita
 • ½ bolli kókosfita  (eða viðbótarsmjör)
 • 5 bollar flórsykur
 • Ögn af salti
 • Jarðarber, til skrauts og fyllingar
 • smjörkremið 
Setjið jarðarberjamauk (eða sultu) í lítinn pott og hitið á miðl­ungs­­hita í um það bil 15-20 mín­útur, eða þar til maukið hefur minnkað um helming. Setjið í kæli og látið kólna alveg.
 
Blandið saman smjöri og kókosfeiti í stórri hrærivélskál og hrærið þar til blandan er slétt.
 
Bætið helmingi af flórsykrinum saman við, þar til blandan er slétt.
 
Bætið matskeið af kældu jarðarberjamauki (sultu) saman við og blandið þar til grunnurinn er vel sléttur. 
 
Bætið restinni af flórsykrinum saman við og hrærið þar til kremið er slétt og fínt.
 
Bætið við  2-3 matskeiðum af sultu eftir smekk, eftir þörfum, til að ná réttu samræmi og bragði.
 
Bætið við klípu af salti eða eftir smekk.
 
Þegar kökubotnanir eru kólnaðir, smyrjið Nutella og smjörkremi yfir. Svo má rúlla út tilbúnu sykurdeigi sem fæst í ýmsum búðum og gera munstur, til dæmis í kúalitunum eða á þann veg sem þinn innri listamaður segir þér. En kakan er líka góð án sykurdeigs.
Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...