Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bláa þruman
Hannyrðahornið 21. mars 2019

Bláa þruman

Höfundur: Handverkskúnst
Að hekla sokka er afskaplega skemmtilegt en jafnframt stundum ögrandi. Þessir fallegu sokkar sóma sér vel á fæti. Allt sokkagarn frá Regia og Drops er nú á 30% afslætti hjá okkur. 
 
Stærð:  35/37 - 38/40 - 41/43 
Lengd fótar: ca 22 - 24 - 27 cm
Hæð á sokk: ca 19 - 20 - 21 cm
Garn: Drops Fabel, fæst í Handverkskúnst
100-150-150 gr litur nr 103, gráblár
Heklunál: 2 mm
Heklfesta: 28 ST x 16 umf eða 28 FL x 35 umf = 10x10 cm.
 
HEKLLEIÐBEININGAR: 
Sokkurinn er heklaður frá tá og upp. Í hverri umf með FL er fyrstu FL skipt út fyrir 1 LL. Endið umf á 1 KL í fyrstu LL. Í hverri umf með ST er fyrsta ST skipt út fyrir 3 LL. Endið umf með 1 KL í þriðju LL.
 
TÁ: Gerið galdralykkju, heklið 7 FL í hringinn. LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 2 FL í hverja FL = 14 FL. Setjið prjónamerki í byrjun umf og í 8. L. Heklið nú hringinn með 1 FL í hverja L , JAFNFRAMT er aukið út um 1 FL sitt hvoru megin við bæði prjónamerki (útaukning = 2 FL í eina lykkju), endurtakið útaukningu í hverri umf 9-10-11 sinnum til viðbótar (alls 10-11-12 útaukningar) = 54-58-62 FL. Heklið nú eftir mynstri A.1 yfir fyrstu 31-37-37 FL í umf, heklið ST í síðustu 23-21-25 FL. Heklið áfram hringinn með ST undir il og mynstur A.1 yfir rist 31-37-37 L. Þegar stykkið mælist 9-11-14 cm er aukið út um 1 ST sitt hvoru megin við 31-37-37 L yfir rist, endurtakið útaukningu í hverri umf 11-12-12 sinnum til viðbótar (alls 12-13-13 útaukningar) = 47-47-51 ST + A.1. Heklið áfram þar til stykkið mælist 17-19-22 cm frá tá. 
 
HÆLL: Heklið 35-35-41 LL, sleppið 31-37-37 L yfir rist (A.1), heklið 1 FL í næstu 47-47-51 ST, heklið 1 FL í næstu 35-35-41 LL = 82-82-92 FL. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, fyrsta í 3.-3.-2. FL umferðar, (það eiga að vera 41-41-46 FL á milli prjónamerkja). Heklið áfram hringinn 1 FL í hverja FL, JAFNFRAMT er fækkað um 1 FL sitt hvoru megin við prjónamerkin (úrtaka = 2 FL heklaðar saman), (= 4 FL færri í hverri umf), endurtakið úrtöku í hverri umf 17-17-17 sinnum til viðbótar (= alls 18 úrtökur) = 10-10-20 FL eftir í umf. Snúið sokknum á rönguna, brjótið hælinn saman og lokið með KL. Slítið frá. 
 
STROFF: Byrjið aftur og heklið eftir mynstri A.1 í 31-37-37 L yfir rist, heklið áfram eftir mynstri A.1 yfir næstu 35-35-41 L. 
 
Heklið áfram eftir A.1 yfir allar lykkjur, síðasti ST í síðustu mynstureiningu er ekki heklaður. Heklið áfram þar til stroff mælist 14-15-16 cm. Heklið 1 umf eftir mynstri A.2. 
Slítið frá og gangið frá endum.
 
Mynstur
 
 
 
Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóð...

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt ...

Stagað í innviðaskuldina
Fréttir 18. júní 2025

Stagað í innviðaskuldina

Vegagerðin hefur jafnan í nógu að snúast í vegaframkvæmdum um leið og vetri létt...

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...