Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Björn Bjarnason og Hlédís Sveinsdóttir stýra vinnu við nýja landbúnaðarstefnu
Mynd / MÞÞ
Fréttir 15. september 2020

Björn Bjarnason og Hlédís Sveinsdóttir stýra vinnu við nýja landbúnaðarstefnu

Höfundur: Ritstjórn

Vinna við mótun landbúnaðarstefnu fyrir Ísland hefur verið sett í gang. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað verkefnisstjórn um þá vinnu og munu Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri stýra þeirri vinnu. 

Í verkefnisstjórninni sitja auk Björns og Hlédísar þau Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf út tilkynningu um verkefnið rétt í þessu. „Í tengslum við vinnu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga lét ráðherra KPMG vinna sviðsmyndagreiningu um framtíð landbúnaðarins til ársins 2040. Þar er talið nauðsynlegt að móta heildstæða stefnu greinarinnar, landbúnaðarstefnu fyrir Ísland.  Á grunni þessa hefur ráðherra ákveðið að setja vinnu við mótun stefnunnar formlega af stað,“ segir í tilkynningunni.

Samvinnuverkefni bænda, neytenda og atvinnulífs

„Mótun landbúnaðarstefnu er samvinnuverkefni stjórnvalda, bænda, neytenda og atvinnulífs. Verkefnisstjórn mun efna til funda með bændum og öðrum hagaðilum í því skyni að virkja þá til þátttöku í stefnumótuninni. Fyrir milligöngu ráðuneytisins verður stofnað til samráðs við þingflokka. Samráð verður haft við fulltrúa Bændasamtaka Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Neytendasamtakanna og Alþýðusambands Íslands og þeim gefinn kostur á að fylgjast með framvindu verksins á vinnslustigi.

Samkvæmt skipunarbréfi verkefnisstjórnarinnar skal við mótun landbúnaðarstefnu litið til eftirfarandi meginþátta:

  1. Með öflugum landbúnaði verði Ísland leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum ­– sérstaklega verði hugað að fæðu- og matvælaöryggi og samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum í sátt við umhverfi og samfélag.
  2. Tryggð verði byggðafesta með nýtingu tækifæra í krafti nýsköpunar og vöruþróunar sem taki mið af grænum lausnum, matarmenningu og sjálfbærni.
  3. Menntun, rannsóknir og þróun mótist af hæfilegri samþættingu fræðilegra viðfangsefna og ráðgjafar í þágu þeirra sem stunda landbúnað og vinnslu landbúnaðarafurða.
  4. Með hvötum og stuðningi verði dregið úr umhverfisáhrifum og stuðlað að verndun, endurheimt og nýtingu landvistkerfa í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2016.

Gert er ráð fyrir að tillaga að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland muni liggja fyrir þann 31. mars 2021,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Íslenskur landbúnaður stendur á krossgötum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir af þessu tilefni að sviðsmyndargreining KPMG leiði það í ljós að íslenskur landbúnaður standi að mörgu leyti á krossgötum. „Á undanförnum misserum hefur átt sér stað metnaðarfull vinna sem hefur skapað grundvöll fyrir því að móta landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, m.a. með sviðsmyndagreiningu KPMG um framtíð landbúnaðarins árið 2040. Af þeirri greiningu er ljóst að íslenskur landbúnaður stendur að mörgu leyti á krossgötum. Því er ég sannfærður um nú sé rétti tíminn til að fara í þessa vinnu og skapa sameiginlega sýn og áherslur til framtíðar. Móta það hvernig við ætlum að takast á við það verkefni aðÍsland verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum, en á sama tíma horfa til þess að íslenskur landbúnaður er ekki aðeins framleiðsluferill á matvælum heldur hvílír greinin á breiðari grunni. Það er því allra hagur að við förum í þá vinnu að móta Landbúnaðarstefnu fyrir Ísland: bændur, neytendur, smásöluaðila, framleiðendur og stjórnvöld.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...