Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Samstarfsaðilarnir við fyrsta Björgvinsbeltið sem var sett upp við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, frá vinstri: Smári frá Landsbjörg og Sigurjón frá Sjóvá. Vegagerðin mun taka að sér uppsetninguna beltanna.
Samstarfsaðilarnir við fyrsta Björgvinsbeltið sem var sett upp við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, frá vinstri: Smári frá Landsbjörg og Sigurjón frá Sjóvá. Vegagerðin mun taka að sér uppsetninguna beltanna.
Mynd / MHH
Fréttir 7. júní 2016

Björgvinsbelti á ferðamannastaði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Við ætlum okkur í samstarfi við Vegagerðina og Sjóvá að setja upp hundrað Björgvinsbelti við sjó, ár og vötn á vinsælum ferðamannastöðum víða um land. 
 
Fyrstu vestin voru sett upp við Jökulsárlón og síðan munum við halda áfram hringinn í kringum landið og koma beltunum fyrir,“ segir Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 
 
Björgvinsbeltið er ­hannað af Björgvini Sigurjónssyni, stýrimanni og skipstjóra frá Vestmannaeyjum, en í dag á fyrirtækið Petó ehf. í Vestmannaeyjum réttinn á beltunum og sér um framleiðslu þeirra úti í Eyjum. 
 
„Beltin eiga að stuðla að öryggi ferðamanna, bæði á láð og legi, enda mikið lagt upp úr gæðum þeirra og eingöngu notuð efni í þau sem eru viðurkennd, sterk og endingargóð. 
 
Okkur finnst frábært að taka þátt í þessu verkefni þótt við vonum að sjálfsögðu að aldrei þurfi að nota Björgvinsbeltin á ferðamannastöðum,“ segir Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár. 

Skylt efni: ferðaþjónsta

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...