Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Samstarfsaðilarnir við fyrsta Björgvinsbeltið sem var sett upp við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, frá vinstri: Smári frá Landsbjörg og Sigurjón frá Sjóvá. Vegagerðin mun taka að sér uppsetninguna beltanna.
Samstarfsaðilarnir við fyrsta Björgvinsbeltið sem var sett upp við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, frá vinstri: Smári frá Landsbjörg og Sigurjón frá Sjóvá. Vegagerðin mun taka að sér uppsetninguna beltanna.
Mynd / MHH
Fréttir 7. júní 2016

Björgvinsbelti á ferðamannastaði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Við ætlum okkur í samstarfi við Vegagerðina og Sjóvá að setja upp hundrað Björgvinsbelti við sjó, ár og vötn á vinsælum ferðamannastöðum víða um land. 
 
Fyrstu vestin voru sett upp við Jökulsárlón og síðan munum við halda áfram hringinn í kringum landið og koma beltunum fyrir,“ segir Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 
 
Björgvinsbeltið er ­hannað af Björgvini Sigurjónssyni, stýrimanni og skipstjóra frá Vestmannaeyjum, en í dag á fyrirtækið Petó ehf. í Vestmannaeyjum réttinn á beltunum og sér um framleiðslu þeirra úti í Eyjum. 
 
„Beltin eiga að stuðla að öryggi ferðamanna, bæði á láð og legi, enda mikið lagt upp úr gæðum þeirra og eingöngu notuð efni í þau sem eru viðurkennd, sterk og endingargóð. 
 
Okkur finnst frábært að taka þátt í þessu verkefni þótt við vonum að sjálfsögðu að aldrei þurfi að nota Björgvinsbeltin á ferðamannastöðum,“ segir Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár. 

Skylt efni: ferðaþjónsta

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...