Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samstarfsaðilarnir við fyrsta Björgvinsbeltið sem var sett upp við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, frá vinstri: Smári frá Landsbjörg og Sigurjón frá Sjóvá. Vegagerðin mun taka að sér uppsetninguna beltanna.
Samstarfsaðilarnir við fyrsta Björgvinsbeltið sem var sett upp við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, frá vinstri: Smári frá Landsbjörg og Sigurjón frá Sjóvá. Vegagerðin mun taka að sér uppsetninguna beltanna.
Mynd / MHH
Fréttir 7. júní 2016

Björgvinsbelti á ferðamannastaði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Við ætlum okkur í samstarfi við Vegagerðina og Sjóvá að setja upp hundrað Björgvinsbelti við sjó, ár og vötn á vinsælum ferðamannastöðum víða um land. 
 
Fyrstu vestin voru sett upp við Jökulsárlón og síðan munum við halda áfram hringinn í kringum landið og koma beltunum fyrir,“ segir Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 
 
Björgvinsbeltið er ­hannað af Björgvini Sigurjónssyni, stýrimanni og skipstjóra frá Vestmannaeyjum, en í dag á fyrirtækið Petó ehf. í Vestmannaeyjum réttinn á beltunum og sér um framleiðslu þeirra úti í Eyjum. 
 
„Beltin eiga að stuðla að öryggi ferðamanna, bæði á láð og legi, enda mikið lagt upp úr gæðum þeirra og eingöngu notuð efni í þau sem eru viðurkennd, sterk og endingargóð. 
 
Okkur finnst frábært að taka þátt í þessu verkefni þótt við vonum að sjálfsögðu að aldrei þurfi að nota Björgvinsbeltin á ferðamannastöðum,“ segir Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár. 

Skylt efni: ferðaþjónsta

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...