Björgvin Jón Bjarnason nýr formaður svínabænda
Aðalfundur Svínaræktarfélags Íslands var haldinn laugardaginn 30. apríl síðastliðinn. Formannsskipti urðu í félaginu þegar Björgvin Jón Bjarnason, Hýrumel í Borgarfirði, var kjörinn formaður í stað Harðar Harðarsonar í Laxárdal.
Hörður gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en hann hafði gegnt formennsku í félaginu frá 4. apríl 2009.
Björgvin tók við Hýrumel í febrúar 2013, en hafði áður rekið búið fyrir Arion banka frá september 2012. Hann er menntaður iðntæknifræðingur og hefur verið viðloðandi framleiðslu og sölu á kjötafurðum, ásamt svínarækt öðru hverju síðustu 24 árin.