Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sævar Örn Gíslason, sölustjóri mannvirkja- og fóðursviðs hjá Landstólpa, við Merlin mjaltaþjóninn á Landbúnaðarsýningunni í Laugardal.
Sævar Örn Gíslason, sölustjóri mannvirkja- og fóðursviðs hjá Landstólpa, við Merlin mjaltaþjóninn á Landbúnaðarsýningunni í Laugardal.
Mynd / HKr.
Fréttir 27. nóvember 2018

Bjóða rafdrifinn og afar hljóðlátan Merlin mjaltaþjón sem reynst hefur vel á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sævar Örn Gíslason, sölustjóri mannvirkja- og fóðursviðs hjá Landstólpa, sagði að sýningin Íslenskur landbúnaður 2018 hafi gengið framar vonum og aðsóknin betri en búist hafi verið við. 
 
„Það er mikið spurt og spekúlerað, en það er kannski ekki mikið um beinar sölur á sýningunni. Það kemur bara í kjölfarið þegar menn eru búnir að kynna sér hvað er í boði.“
 
Sævar sagði gaman að sjá hvað borgarbúar hafi verið duglegir að sækja sýninguna. Þetta væri kjörinn vettvangur til að sýna fólki að landbúnaður snerist ekki bara um skítugan vinnugalla, stígvél og köflóttar skyrtur fráhnepptar niður að nafla.
 
Landstólpi kemur víða við í þjónustu við bændur. Auk þess að selja fóður, sáðvörur, áburð, girðingarefni, gjafakerfi, liðléttinga og heilu stálgrindarhúsin, þá eru mjaltaþjónar líka á vörulistanum. 
 
„Ísland þarfnast landbúnaðar“
 
„Það er hátækniiðnaður í sveitum landsins,“ segir Sævar. Benda má á að slagorð Landstólpa, „Ísland þarfnast landbúnaðar“, undirstrikar einmitt mikilvægi þessarar greinar í matvælaframleiðslu landsmanna.  Til að standa undir þeirri áskorun að sinna landbúnaðinum sem best þá hefur Landstólpi boðið kúabændum upp á Fullwood Merlin mjaltaþjóna. Það er þó aðeins rúmlega eitt ár síðan fyrirtækið hóf innflutning þeirra. Segir Sævar að þeir hafi reynst gríðarlega vel, en sá fyrsti fór í Svarfaðardalinn.  
„Það eru sex Merlin mjaltaþjónar komnir í gang á landinu og búið að selja 14 í heildina. Mjaltaþjónninn á sýningunni er á leiðinni í uppsetningu.“
 
Gunnar Kristinn Guðmundsson, bóndi á Göngustöðum, ruddi brautina í innleiðingu á Merlin mjaltaþjónum frá Landstólpa í Svarfaðardal síðla árs 2017. Var sá mjaltaþjónn settur upp í glænýju stálgrindarfjósi sem líka var keypt af Landstólpa. Mynd / HKr. 
 
Ýmislegt í boði
 
Fjórar tegundir mjaltaþjóna hafa verið teknar í notkun á Íslandi. Auk Fullwood Merlin eru það Lely, sem reyndar var ekki sýndur í Laugardalshöllinni, DeLaval og GEA. Þessir róbótar eru ekki ókeypis, en flestir á verðbili í kringum 16 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt, þ.e. miðað við gengi krónunnar í sumar. Þótt mjaltaþjónar kosti sitt hefur reynslan sýnt að þeir auka nyt og gæði auk þess að spara vinnuafl og létta bændum störf við mjaltir. 
 
Fullwood Packo Ltd., sem framleiðir Merlin róbótana, er staðsett í Ellesmere í Bretlandi og er hluti af Fullwood Packo samsteypunni sem á yfir 90 ára sögu í þjónustu við bændur. Samsteypan er hluti af Pindustry fjárfestingafélagi Verder Group sem er með um 1.600 starfsmenn í 25 löndum. Það hefur haft viðskipti við yfir 50 þúsund bændur í yfir 80 löndum og leggur mikla áherslu á mjólkurgeirann og þá ekki síst kælitækni. 
 
Má einnig geta þess að Fullwood Packo Group tilkynnti í september síðastliðnum um langtímasamstarf við AfiMilk, sem er leiðandi í þróun og framleiðslu sjálfvirks búnaðar í mjólkurframleiðslu.  
 
Góð þjónusta skiptir öllu
 
Varðandi val á tegundum má segja að um það ríki hálfgerð trúarbrögð líkt og þekkist varðandi val á dráttarvélum. Þó nefna bændur að það sem skipti mestu máli varðandi mjaltaþjónana sé þjónustan. Hún verði að vera í lagi varðandi tæki sem er í notkun 24 tíma á sólarhring allt árið um kring. 
 
„Við vitum það sennilega best af öllum hjá Landstólpa hvað það þýðir ef þjónustan er ekki í lagi þar sem við rekum sjálfir kúabú,“ sagði Sævar.
 
Rafdrifinn og hljóðlátur og með lægsta arminn
 
Hann segir að Merlin mjaltaþjónninn sé frábrugðinn öllum öðrum mjaltaþjónum á markaðnum í hönnun vegna þess að hann sé með lægsta arminn. Það geti skipt miklu máli eins og fyrir lágvaxnar íslenskar kýr og síðjúgra sem í mörgum tilvikum þurfa að fara upp á kubba til að láta mjaltaþjóna mjólka sig. Segir Sævar það ekki nauðsynlegt varðandi Merlin. 
 
„Það hefur ekki þurft kubba við neinn af okkar róbótum. Þá er armurinn algjörlega hljóðlaus og rafdrifinn, en ekki loftdrifinn eins og í flestum öðrum. Það eina sem heyrist eru púlsarnir þegar hann byrjar að mjólka. Vegna þess hversu hljóðlátir þessir mjaltaþjónar eru hræðast nýbornar kvígur sem aldrei hafa komið í svona tæki hann ekki eins og þekkt er með þær tegundir sem eru loftdrifnar,“ sagði Sævar Örn Gíslason. 
Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...