Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bjarnanes
Bærinn okkar 3. desember 2015

Bjarnanes

Frá árinu 2000 koma Harpa og Eyfi smám saman inn í búskapinn í Bjarnanesi.
 
Árið 2011 er svo stofnað félagsbúið Bjarnanes með þeim Þorsteini (fósturföður Hörpu) og Vilborgu.
 
Býli:  Bjarnanes.
 
Staðsett í sveit:  Nesjum í Hornafirði, um níu kílómetra vestan við Höfn.
 
Ábúendur: Sigrún Harpa Baldursdóttir og Eyjólfur Kristjónsson, Þorsteinn Sigjónsson og Vilborg Jónsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Harpa og Eyfi eiga 6 börn; Védís Erna, Ellert Máni, Atli Dagur, Kristín Eva, Eyjalín Harpa og Hildur Árdís. Vilborg og Steini eiga einn strák; Jón Snorra. Gæludýr eru hundar, kettir og sex silkihænur.
 
Stærð jarðar?  Var nokkuð stór en hefur minnkað.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Rúmlega 1000 vetrarfóðraðar kindur og nokkur ótalin hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Árstíðabundnar breytingar á vinnudögum eins og gengur á sauðfjárbúi. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er allt skemmtilegt þegar vel árar, leiðinlegast er að sama skapi ef illa gengur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði vonandi.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Okkur finnst hlutirnir gerast hægt og viljum meiri sýnilegan árangur.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel en verulegra breytinga er þörf fyrir afkomu sauðfjárbænda sem ekki geta endalaust tekið á sig verðhækkanir á öllum                                                        aðföngum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hreinar afurðir án lyfja og aukaefna.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Hangiálegg, mjólk, smjör, ostur og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sauðakjöt úr Kollumúla matreitt að hætti húsmóðurinnar.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar ég mætti í fjárhúsin
 á aðfangadagsmorgun og það hafði sprungið vatnsleiðsla um nóttina. Þá hefði verið gott að eiga grindahús.

7 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...