Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bjarnanes
Bóndinn 3. desember 2015

Bjarnanes

Frá árinu 2000 koma Harpa og Eyfi smám saman inn í búskapinn í Bjarnanesi.
 
Árið 2011 er svo stofnað félagsbúið Bjarnanes með þeim Þorsteini (fósturföður Hörpu) og Vilborgu.
 
Býli:  Bjarnanes.
 
Staðsett í sveit:  Nesjum í Hornafirði, um níu kílómetra vestan við Höfn.
 
Ábúendur: Sigrún Harpa Baldursdóttir og Eyjólfur Kristjónsson, Þorsteinn Sigjónsson og Vilborg Jónsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Harpa og Eyfi eiga 6 börn; Védís Erna, Ellert Máni, Atli Dagur, Kristín Eva, Eyjalín Harpa og Hildur Árdís. Vilborg og Steini eiga einn strák; Jón Snorra. Gæludýr eru hundar, kettir og sex silkihænur.
 
Stærð jarðar?  Var nokkuð stór en hefur minnkað.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Rúmlega 1000 vetrarfóðraðar kindur og nokkur ótalin hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Árstíðabundnar breytingar á vinnudögum eins og gengur á sauðfjárbúi. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er allt skemmtilegt þegar vel árar, leiðinlegast er að sama skapi ef illa gengur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði vonandi.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Okkur finnst hlutirnir gerast hægt og viljum meiri sýnilegan árangur.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel en verulegra breytinga er þörf fyrir afkomu sauðfjárbænda sem ekki geta endalaust tekið á sig verðhækkanir á öllum                                                        aðföngum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hreinar afurðir án lyfja og aukaefna.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Hangiálegg, mjólk, smjör, ostur og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sauðakjöt úr Kollumúla matreitt að hætti húsmóðurinnar.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar ég mætti í fjárhúsin
 á aðfangadagsmorgun og það hafði sprungið vatnsleiðsla um nóttina. Þá hefði verið gott að eiga grindahús.

7 myndir:

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.