Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mitsubishi Outlander PHEV.
Mitsubishi Outlander PHEV.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 27. maí 2016

Bíll sem erfitt verður að toppa

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir tveimur árum prófaði ég Mitsubishi Outlander með rafmagnsvél og bensínvél. Eftir þann reynsluakstur valdi ég þann bíl ársins 2014.
 
Nú er kominn nýr og betrumbættur Outlander með tvær rafmagnsvélar og bensínvél. Ég prófaði bílinn um hvítasunnuhelgina, bæði í langkeyrslu og innanbæjarakstri.
 
Hljóðlátasti bíll sem ég hef keyrt
 
Á þessum þremur dögum sem ég hafði bílinn ók ég honum í tvo daga, fyrri daginn í langkeyrslu og seinni daginn innanbæjar. Í langkeyrslunni ók ég upp undir Sultartangalón, fram hjá Heklu niður Landveg á þjóðveg 1 og heim, alls tæpir 300 km. Í Svínahrauni kláraðist rafmagnið og við tók bensínvélin. Bensínvélin er svo hljóðlát að varla heyrist í henni á 90 km hraða þegar ég mældi hávaðann inni í bílnum (bæði með bensínvélina í gangi og á rafmagnsvélinni einni). 
 
Á desíbel-mælinum í símanum mínum kom nýtt met. Inni í bílnum mældist hávaðinn á bilinu 54–57 desíbel, en til samanburðar er algeng mæling í bílum sem keyra á 90 km hraða á bilinu 63–66 desíbel. Mældi ég almennt hávaðann með símann liggjandi í farþegasætinu við hlið ökumanns. Sem dæmi um hljóðlausan bílinn er að í uppsveitum Árnessýslu keyrði ég fram á tvo hjólreiðamenn sem ekki urðu varir við mig fyrr en rétt áður en ég kom að þeim því ég sá að þeir hrukku við rétt áður en ég tók fram úr þeim.
 
Fljótlegt að ná sér í nokkra kílómetra á hraðhleðslustöðvum
 
Þegar ég fékk bílinn var rafgeymirinn fullhlaðinn og samkvæmt mælaborðinu átti rafmagnið að duga næstu 30 km. Eftir smá akstur innanbæjar var hleðslan komin niður í 14 km. Þá gerði ég smá tilraun og stakk hleðslutækinu í samband heima og hafði tækið í sambandi við heimarafmagnið í slétta tvo tíma. Á þeim tíma náði ég mér í 14 km, keyrði aðeins innanbæjar og stoppaði á hraðhleðslustöð og náði að hlaða rafhlöðuna um 18 km á 15 mínútum.
 
Af þessum tveim hleðslumöguleikum fannst mér rafmagnið hanga betur inni á hægu hleðslunni heiman frá mér en rafmagnið af hraðhleðslustöðinni við Orkuveituhúsið. Í prufuakstrinum stoppaði ég í 15 mínútur á Selfossi og náði mér þar í 18 km hleðslu, en sama með hraðhleðslurafmagnið á Selfossi, mér fannst það duga frekar stutt. 
 
Vegakerfi Íslands ekki fyrir varadekkslausa bíla
 
Sætin í bílnum eru sérlega þægileg og allt rými inni í bílnum er mjög gott. Allir baksýnisspeglarnir eru góðir og sýna vel aftur fyrir bílinn. Hljómgæði í útvarpi eru góð enda nýtur útvarpið sín vel í lágværum bílnum. Í framrúðunni er hitari þannig að á köldum morgnum þarf sjaldnar að skafa, ljósin mega alltaf vera kveikt. Þó að maður sé að keyra rafmagnsbíl á maður að vera með ljós allan hringinn samkvæmt lögum. Oft sé ég þó ljóslausa rafmagnsbíla í umferðinni og virðist eins og ökumenn þeirra séu að spara rafmagn með þessu. Það er skammsýni í sparnaði ef maður er sektaður fyrir ljósleysi. Þegar drepið er á bílnum með ljósin kveikt segir mælaborðið manni að slökkva ljósin. Þar lýgur mælaborðið því í tvígang gekk ég í kringum bílinn til að fullvissa mig um að engin ljós væru kveikt. 
 
Hagstæð kaup miðað við verð og rekstrarkostnað
 
Mitsubishi Outlander PHEV kostar frá 6.590.000 og miðað við verð á bílum þá eru þetta einhver bestu kaup sem hægt er að gera á fjórhjóladrifnum bíl. Í daglegri notkun hjá flestum ætti rafmagnið að duga (sé miðað við að 25 km séu í vinnu og aðrir 25 heim og hlaða bílinn meðan maður vinnur), með þessu ætti bensínvélin sjaldan að fara í gang, en ef fara á í langferð tekur 121 hestafls bensínvélin við.
 
Miðað við 20.000 km á ári ætti rekstrarkostnaður á Mitsubishi Outlander PHEV að borga upp rekstrarkostnað bílsins á um fjórum árum. Ég er það hrifinn af þessum bíl að bílar sem ég prófa það sem eftir er af árinu þurfa að vera ansi góðir til að toppa hann sem bíl ársins í mínum huga.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 1.845 kg
Hæð 1.710 mm
Breidd 1.800 mm
Lengd 4.695 mm

 

11 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...