Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Suzuki Jimmy er eini alvöru jeppinn sem var prófaður, á grind með hátt og lágt drif.
Suzuki Jimmy er eini alvöru jeppinn sem var prófaður, á grind með hátt og lágt drif.
Mynd / HLJ
Fræðsluhornið 25. janúar 2019

Bílar verða stöðugt betri og valið erfiðara, en gæði og þægindi kosta

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Af jeppum og jepplingum voru prófaðir níu bílar. Hagstæðustu kaupin eru sennilega í Dacia Duster sem kostar ekki nema um fjórar milljónir. Af þessum níu bílum flokka ég aðeins einn þeirra sem jeppa, en til að ég kalli bíl jeppa þarf hann að vera byggður á grind og vera með hátt og lágt drif. Þessi bíll er Suzuki Jimmy sem verður tilbúinn til afhendingar nýjum eigendum í byrjun árs 2019.
 
Jeep Grand Cherokee Trailhawk.
 
Jeep besti jepplingurinn
 
Mitsubishi Outlanderinn sem ég hef í tvígang kosið besta bíl ársins er vissulega góður og nokkuð örugglega sá ódýrasti í rekstri af þeim jepplingum sem prófaðir voru, en tækninýjungar frá öðrum bílaframleiðendum og þægindi settu Outlander í þriðja sæti hjá mér. Lokavalið stendur á milli Jaguar E-Pace og Jeep Grand Cherokee Trailhawk sem var 33 tommu breyttur. Jaguarinn var óbreyttur og kostar frá tæpum 6–10 milljónir og er hreinn unaður að keyra. Jeep-bíllinn var vissulega eigulegri og vel útbúinn til aksturs á íslenskum vegum og því vel ég hann sem skemmtilegasta jepplinginn.
 
Benz X-Class.
 
Pallbílar
 
Ekki voru nema þrír pallbílar prófaðir á síðasta ári og líktust ekkert hver öðrum. Þetta voru IVECO  (hálfgert torfærutröll), Benz X-Class og MMC L200 pallbíll með minna húsi en í flestum pallbílum. Mjög ólíkir í alla staði og hver þeirra með sérstaka eiginleika. Þó að Benz pallbíllinn hafi verið með minnsta pallinn fannst mér hann eigulegastur af pallbílunum.
 
Jaguar I-Pace rafmagnsbíllinn sem kom hingað til lands sem frumgerð (prototype) var langsamlega skemmtilegasti bíllinn sem ég prófaði.
 
Fólksbílar
 
Fimm fólksbílar voru prófaðir og af þeim var einn fjórhjóladrifinn rafmagnsbíll. Hagstæðustu kaupin eru klárlega í Dacia Sandero sem er í verðflokki smábíla, en er miðlungs fólksbíll með ótrúlega mikið pláss og kostar aðeins 1.990.000.  Hins vegar var Jaguar I-Pace rafmagnsbíllinn sem kom hingað til lands sem frumgerð (prototype) og var prófaður við íslenskar aðstæður á haustmánuðum langsamlega skemmtilegasti bíllinn sem ég prófaði á síðasta ári, 400+ hestöfl og kemst yfir 400 km á hleðslu. Þessi bíll er nú að fara í framleiðslu og ætti að vera tilbúinn til afhendingar í mars/apríl á þessu ári og kostar hann um 12 milljónir.
 
„Bóndabíllinn“ eins og ég kaus að kalla álitlegasta vinnutækið.
 
Vinnutæki
 
„Þrír“ traktorar voru prófaðir, lítill og stór og það sem ég kaus að kalla „Bóndabíl“, en morgunstrákarnir á útvarpsstöðinni Bylgjunni voru eitthvað ósáttir við nafnbótina og vildu kalla hann „Golfbíl“. Báðir hefðbundnu traktorarnir voru vel brúklegir á sinn hátt, en þann stærri mundi ég velja til vinnu.
 
„Bóndabílinn“ væri ég alveg til í að eiga sérstaklega eins og hann var afhentur nýjum eiganda sínum, en þá var búið að setja hann á belti sem eru sérstaklega ætluð til aksturs á snjó, en gagnast líka vel í miklu votlendi. Einnig prófaði ég sexhjól frá Polaris, en vélin í því var ekki nema 570 cc. Þrátt fyrir litla vél vann það vel við að skafa snjó og krapa.
 
Arctic Cat Textron Off Road Buggy er skemmtilegasta leiktækið.
 
Mótorhjól og leiktæki
 
Þrjú gjörólík mótorhjól voru prófuð, aðeins eitt þeirra mundi gagnast sem vinnutæki í smölun, en það hjól var Beta 300 tvígengis torfæruhjól með götuskráningu og kostar ekki nema rúma milljón. KTM 1090 ferðahjól, sem er vissulega eigulegur gripur, en of kraftmikið fyrir mig, 125 hestöfl hefðu hentað mér fyrir 10–15 árum, en ekki í dag. Síðasta hjólið var indverskt og er alhliða hjól fyrir malbikaða og malarvegi, en er ekki nema 25 hestöfl og er hjól sem hentar vel fyrir byrjendur í mótorhjólaakstri og þá sem ekki eru að flýta sér of mikið og er ódýrt mótorhjól. Mesta leiktækið sem prófað var var án efa Arctic Cat Textron Off Road Buggy sem er kraftmikið og skemmtilegt leikfang fyrir hestaflasjúka og áhættufíkla sem vilja upplifa kraft og góða fjöðrun vinna saman.

9 myndir:

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...