Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Beyki í Hellisgerði Tré a´rsins 2017.
Beyki í Hellisgerði Tré a´rsins 2017.
Fréttir 27. júlí 2017

Beyki í Hellisgerði tré ársins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktarfélag Íslands hefur útnefnir beyki (Fagus sylvatica) í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017.

Í Hellisgerði má finna fjögur beykitré, sem gróðursett voru fyrir 90 árum, þá einhverra ára gömul, svo Tré ársins 2017 getur verið hátt í hundrað ára gamalt.
Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins.

Beyki er algengt skógartré í Evrópu og hefur viður þess verið nýttur á marga vegu, meðal annars til húsa- og húsgagnagerðar og í ýmsan húsbúnað en einnig þykir beyki góður eldiviður. Beyki þarf hlýtt og langt sumar og vex því almennt takmarkað á Íslandi, en er þó lífseigt og getur lifað lengi sem lítið tré eða runni.

Tilgangurinn með útnefningu á Tré ársins er að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land.

Það er Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við IKEA á Íslandi, sem útnefnir beyki í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017, við hátíðlega athöfn laugardaginn 29. júlí kl. 15:00. 

 

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.