Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Í heild sinni skilaði garðyrkjan betri afkomu árið 2022 en árin á undan. Það er niðurstaða greiningar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins á afkomu garðyrkjunnar fyrir árin 2019 til 2022. Ástæða betri afkomu er umtalsverð hækkun á opinberum stuðningi, m.a. svokölluðum sprettgreiðslum, auk þess sem aðrar tekjur búanna aukast mikið. Aðrar tekjur koma að meirihluta úr ferðaþjónustu og hafa aukist um 46% milli áranna 2019 og 2022.

Framlegð afurðatekna lækkar hins vegar almennt í greininni allri sem Ívar Ragnarsson, ráðgjafi á rekstrar- og umhverfissviði RML, telur áhyggjuefni.

„Breytilegur kostnaður á tímabilinu hækkar meira en tekjur mælt í kr./kg,“ ritar hann m.a. í grein um niðurstöður rekstrargreiningar í garðyrkju. Í henni sést að breytilegur kostnaður hefur hækkað um 65,4% milli áranna 2019 og 2022.

Gagnasafnið nær til fimmtíu garðyrkjuframleiðenda sem samanlagt njóta um það bil 85–90% þeirra opinberu stuðningsgreiðslna sem greinin fær. „Nauðsynlegt er að fylgjast vel með þróun í greininni þar sem hún er mikilvægur þáttur í matvælaframleiðslu og matvælaöryggi þjóðarinnar sem og vegna markaðrar stefnu og aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum,“ ritar Ívar.

Sjá nánar á síðu 42. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...