Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Í heild sinni skilaði garðyrkjan betri afkomu árið 2022 en árin á undan. Það er niðurstaða greiningar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins á afkomu garðyrkjunnar fyrir árin 2019 til 2022. Ástæða betri afkomu er umtalsverð hækkun á opinberum stuðningi, m.a. svokölluðum sprettgreiðslum, auk þess sem aðrar tekjur búanna aukast mikið. Aðrar tekjur koma að meirihluta úr ferðaþjónustu og hafa aukist um 46% milli áranna 2019 og 2022.

Framlegð afurðatekna lækkar hins vegar almennt í greininni allri sem Ívar Ragnarsson, ráðgjafi á rekstrar- og umhverfissviði RML, telur áhyggjuefni.

„Breytilegur kostnaður á tímabilinu hækkar meira en tekjur mælt í kr./kg,“ ritar hann m.a. í grein um niðurstöður rekstrargreiningar í garðyrkju. Í henni sést að breytilegur kostnaður hefur hækkað um 65,4% milli áranna 2019 og 2022.

Gagnasafnið nær til fimmtíu garðyrkjuframleiðenda sem samanlagt njóta um það bil 85–90% þeirra opinberu stuðningsgreiðslna sem greinin fær. „Nauðsynlegt er að fylgjast vel með þróun í greininni þar sem hún er mikilvægur þáttur í matvælaframleiðslu og matvælaöryggi þjóðarinnar sem og vegna markaðrar stefnu og aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum,“ ritar Ívar.

Sjá nánar á síðu 42. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...