Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðmundur Jóhannsson með nýju hrútaskrána, sem var að koma út í 2.800 eintökum og er alltaf jafn vinsæl.
Guðmundur Jóhannsson með nýju hrútaskrána, sem var að koma út í 2.800 eintökum og er alltaf jafn vinsæl.
Mynd / MHH
Fréttir 8. desember 2014

Bestu og flottustur hrútar landsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Nýja hrútaskráin rýkur út enda allir mjög spenntir að sjá hvaða hrúta við kynnum núna og verða á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands og Vesturlands yfir fengitímann,“ segir Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur og ritstjóri Hrútaskrárinnar 2014–2015, sem er nýlega komin út. 
 
Hann hefur verið ritstjóri í þau sautján ár, sem skráin hefur komið út. Í skránni eru upplýsingar um tæplega fimmtíu bestu hrúta landsins en um helmingur þeirra eru nýir á stöðvunum. Afgreiðsla á fersku svæði á báðum stöðunum hefst 1. desember. Sæðisskammturinn í eina á kostar 720 krónur. 
 
Forystuhrútur og ferhyrndur hrútur
 
Nú geta sauðfjár­bændur pantað sæði úr forystuhrútnum Ama frá Sigtúnum í Öxarfirði. „Ami er há- og grannvaxinn, reistur og léttbyggður svo sem forystufé ber að vera. Hann er stóreygður og hefur til að bera mikla árvekni, örar hreyfingar og ekki spillir höfðing­legt fasið og yfirbragðið.  Hann er þægur í rekstri og ljúfur við fólk en á það til að amast við öðru fé og dregur nafn sitt af því. Ami ku vera vanafastur með afbrigðum svo sem títt er um forustufé,“ segir í Hrútaskránni. Þá verður líka hægt að fá sæði úr ferhyrndum hrúti en sá heitir Höfði frá Mörtungu 2 á Síðu.  Höfði var fengin á stöðvarnar til að gefa fleiri bændum tækifæri til að eignast ferhyrndar kindur svo varðveita megi þennan eiginleika í sauðfjárstofninum en nokkur ár eru síðan slíkur hrútur var síðast á sæðingastöð.

4 myndir:

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...