Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér má sjá sýnishorn af þeim bekkjum sem á að setja niður við Mývatn á næstu dögum. Þeir eru frá Steinsmiðju Akureyrar.
Hér má sjá sýnishorn af þeim bekkjum sem á að setja niður við Mývatn á næstu dögum. Þeir eru frá Steinsmiðju Akureyrar.
Mynd / Steinsmiðja Akureyrar
Fréttir 4. júlí 2023

Bekkir umhverfis Mývatn

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Félag eldri Mývetninga hyggst setja upp bekki á fyrirhuguðum göngu- og hjólastíg umhverfis Mývatn en búið er að leggja um 5 km af honum nú þegar.

Hjóla- og gönguleiðin, alls um 36 km löng, á að gera fólki sem velur þann ferðamáta kleift að fara umhverfis vatnið með öruggum hætti en oft og tíðum eru malarvegirnir þröngir og taka illa við mikilli umferð akandi, hjólandi og gangandi. Bekkirnir sem Félag eldri Mývetninga safnar nú fé til að kaupa eru framleiddir hjá Steinsmiðju Akureyrar og er markmiðið að fyrirtæki og einstaklingar kaupi bekki sem verða þá merktir viðkomandi og þeir settir með reglulegu millibili umhverfis vatnið. Tólf bekkir hafa þegar verið pantaðir og verið að koma þeim fyrstu fyrir þessa dagana. Ásdís Illugadóttir í Reykjahlíð heldur utan um verkefnið fyrir hönd félagsins og segist ánægð með viðbrögðin. Hún upplýsir að þegar sé búið að ganga frá um 5 km af stígnum með bundnu slitlagi, frá Reykjahlíð að Geiteyjarströnd og undirbyggja næstu 10 km langleiðina að Skútustöðum. Vegagerðin greiði 80% kostnaðar við stíginn en sveitarfélagið Þingeyjarsveit 20%.

„Við í Félagi eldri Mývetninga hófum átakið með því að gefa tvo bekki á stíginn,“ segir Ásdís. „Við skrifuðum m.a. fyrirtækjum í Mývatnssveit beiðni um að styrkja verkefnið.“ Hún segir um langtímaverkefni að ræða og fleiri bekki vanti til að setja á þá 15 km af stígnum sem séu þegar í augsýn og svo áfram allan hringinn.

Skylt efni: Mývatn

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...