Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Beittir úthagar betri en friðaðir
Fréttir 11. september 2025

Beittir úthagar betri en friðaðir

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Upptaka kolefnis reyndist 41,5% minni í friðuðu landi miðað við það land sem sauðfé hafið verið beitt á, samkvæmt niðurstöðum rannsókna á kolefnisbúskap í úthögum árin 2022 og 2023.

Rannsóknarverkefnið heitir ExGraze: Áhrif langtíma beitarfriðunar á kolefnisupptöku og kolefni í graslendisjarðvegi og nær bæði til kolefnisbúskapar ofan- og neðanjarðar. Neikvæð áhrif friðunar á kolefnisbúskap voru víðtæk. Mest mældist kolefnisupptakan í beittu graslendi og marktækt minni upptaka á kolefni í friðuðu graslendi. Eins var marktækt minni upptaka í friðuðu mólendi samanborið við beitt mólendi.

Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við Háskólann á Hólum, stýrði rannsókninni. Hún segir að einnig hafi marktækt minna kolefni verið í efsta tíu sentimetra jarðvegslaginu í friðaða landinu samanborið við það beitta.

„Mikill munur var á jarðvegskolefni í graslendi og mólendi, þar sem marktækt minna kolefni var í mólendi en graslendi. Sá munur mældist niður á 20 sentimetra jarðvegsdýpt. Þá mældist einnig marktækt minna köfnunarefni í mólendi en graslendi. Sýni til ákvörðunar á rótarmassa voru einnig tekin niður að 60 sentimetrum í jarðveginum. Niðurstöður sýndu að 75% róta reyndist vera að finna í efstu 10 sentimetrum jarðvegsins og var rótarmassinn marktækt minni í friðuðu landi samanborið við beitt land,“ útskýrir Anna Guðrún.

Hún segir að á tveimur stöðum hafði graslendið þróast yfir í birkiskóg við friðunina. „Í birkiskóginum reyndist jarðvegskolefnið vera minnst og er það í fullu samræmi við meðaltal niðurstaðna annarra rannsókna á jarðvegskolefni í friðuðum birkiskógi á Íslandi sem birtar hafa verið á síðustu árum. Okkar niðurstöður á magni jarðvegskolefnis í friðuðu mólendi eru einnig í samræmi við áður birtar rannsóknir.

Mun meira mældist af kolefni í graslendinu en í birkiskóginum og mólendinu í okkar rannsókn. Aðeins ein rannsókn hefur áður verið gerð á varðandi mælingar á magni kolefnis í graslendisjarðvegi á Íslandi og sýndi hún svipað eða nokkuð meira magn kolefnis í graslendisjarðvegi,“ segir Anna Guðrún. Þessar rannsóknir séu í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna á sambærilegum svæðum.

Svepprót skýring á minna jarðvegskolefni í skóglendi

Hún segir að í nýlegum rannsóknum í Svíþjóð og Skotlandi hafi komið í ljós að skýring á litlu magni jarðvegskolefnis í skóglendi væri að finna í þeirri gerð svepprótar sem fylgi trjágróðri. Hún hefur verið greind með ensímkerfi sem geti brotið niður lífrænt, kolefnisríkt efni í jarðveginum til að ná í köfnunarefni fyrir sambýlistréð. Með því að brjóta niður lífræna efnið í jarðveginum losnar um kolefnið í jarðveginum og það hverfur hraðar út í andrúmslofið

„Þetta á sérstaklega við þegar plantað er trjám í kolefnisríkari jarðveg graslendis og mólendis. Þetta ferli skýrir einnig hversu auðveldara það er að koma til nýskógrækt í graslendi og mólendi þar sem fyrir er köfnunarefni sem fyrri íbúar graslendisins og mólendisins lögðu til og trén þurfa til vaxtar,“ útskýrir Anna Guðrún enn fremur.

ExGraze rannsóknin hlaut verkefnastyrk úr Rannsóknasjóði Rannís í ársbyrjun 2021. Anna Guðrún þakkar sérstaklega fyrir stuðninginn, því án hans hefði rannsóknir ekki verið framkvæmd.

Auk Önnu Guðrúnar komu erlendir og innlendir vísindamenn að rannsókninni; Björn Þorsteinsson, Jón Guðmundsson, Áslaug Geirsdóttir, Rene van der Wal og Richard D. Bardgett ─ og doktorsneminn Christian Klopsch.

Skylt efni: kolefnisbúskapur

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...