Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá Almenningum.
Frá Almenningum.
Mynd / Guðni Þorvaldsson
Fréttir 14. apríl 2015

Beit í Almenningum bundin við 60 tvílembur

Höfundur: smh

Þann 1. apríl síðastliðinn var úrskurðað að nýju um beitarheimild á afréttinum Almenningum í Rangárþingi eystra, á landssvæði sem liggur norður af Þórsmörk. Meirihluti yfirítölunefndar úrskurðaði nú að beita megi 60 tvílembum á Almenninga frá og með næsta sumri. Það er tíu tvílembum meira en fyrri yfirítölunefnd úrskurðaði um í mars árið 2013.

Sá úrskurður var kærður af Skógrækt ríkisins og því var ný yfirítölunefnd skipuð; þeim Önnu Margréti Jónsdóttur ráðunauti, Ágústi H. Bjarnasyni plöntuvistfræðingi og Skarphéðni Péturssyni hæstarréttarlögmanni, sem einnig var formaður nefndarinnar. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni, líkt og fyrri nefnd, og var fyrrgreind niðurstaða þeirra Önnu Margrétar og Skarphéðins, en Ágúst skilaði séráliti. Þar kom fram að hann hefði verið tilbúinn til að fallast á að leyfa lausagöngu tíu lambáa eða jafngildi þeirra, en skynsamlegast væri að bændur kæmu sér upp 15-20 hektara beitarhólfi á Almenningum – ef til vill í samvinnu við Skógrækt ríkisins og Landgræðslu ríkisins – og fengu að beita það að eigin vild undir vökulu auga rannsóknastofnunar.

Talsverðar deilur hafa um nokkurt skeið staðið um beit á Almenningum. Frá fornu fari hafa Almenningar verið afréttur Vestur-Eyfellinga. Þórsmörk var á hinn bóginn í eigu bænda í Fljótshlíðarhreppi að hálfu á móti kirkjunni í Odda. Árið 1920 afsöluðu bændur í Fljótshlíðarhreppi og sóknarprestur í Odda sér beitarrétti á Þórsmörk.

Eins og fyrr segir er niðurstaða meirihluta nefndarinnar að heimildin til beitar næsta sumar er aukin frá fyrri úrskurði. Á móti kemur að ekki er lagt til að fjöldinn hækki í áföngum upp í 130 tvílembur eins og fyrri meirihluti lagði til. Miðað er við að talan sé föst við 60 tvílembur eða 180 fjár að hámarki og ekkert umfram það.

Nálgast má nýja úrskurðinn og sérálit Ágústs á vef hans ahb.is.

Skylt efni: Almenningar

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...