Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vatn er mikilvægt.
Vatn er mikilvægt.
Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir
Fræðsluhornið 30. maí 2017

Beit er list –2

Höfundur: Berglind Ósk Óðinsdóttir,Eiríkur Loftsson, Elin Nolsöe Grethardsdóttir og Sigtryggur Veigar Herbertsson
Nú keppast kúabændur við að bæta sína aðstöðu og margir eru að breyta yfir í mjaltaþjóna, aðrir eru með hlutina í föstum skorðum.  
 
Ekki er einfalt að ná miklum afurðum með beitinni og eins getur það kallað á aukna vinnu að setja þær út á beit. En til þess að árangur náist af beitinni þarf skipulagningu.
 
Skipulag innandyra
 
Þegar staðsetja á mjaltaaðstöðu þá er margt sem hafa þarf í huga, eitt af því er hvernig við ætlum að standa að beitinni. Til þess að minnka vinnu við beitina er best að flokka þær út eftir mjaltir. Til eru nokkrar leiðir sem hægt er að nota við að flokka kýr út, en besta leiðin er að koma á stýrðri umferð og senda þær út til beitar þegar þær eru nýmjólkaðar.  Þannig minnka líkur á að þurfi að sækja þær til mjalta, sem er tímafrekt og hentar illa með öðrum verkum, ef kýrnar eru á næturbeit er þetta enn mikilvægara nema verkneminn/vinnumaðurinn sé frá Ástralíu og illa gangi að snúa við sólarhringnum.
 
Þar sem ekki er stýrð umferð í fjósi alla jafna er einfalt að koma fyrir grindum og skipta fjósinu í tvennt meðan á þessu beitartímabili stendur (fyrir og eftir mjaltaþjón).
 
Skipulag utandyra
 
Mikilvægt er þegar staðsetja á ný útihús að hugsa fyrir nokkrum þáttum:
  • Stækkunarmöguleikum
  • Keyrslu á heyfeng og skít
  • Gönguleiðum til og frá beit.
Alltof algengt er að staðsetning fjósa sé þannig að erfitt séð að koma við beit, stundum er langt í beitina, þvera þarf akstursleiðir dráttarvéla o.s.frv. 
 
Nauðsynlegt er að skoða hvar heppilegast sé að nýta beit og hafa fjósið staðsett þannig að hægt sé að nýta beitina. Atriði eins og halli í landi sem kallar á jarðrask, aðgengi að hreinu vatni og fleira hefur þar áhrif.
Til eru bændur sem taka þetta lengra en aðrir og var fyrr í vor fyrsti færanlegi mjaltaþjónninn tekinn í notkun í Noregi og er hann færður að beitarlöndum á sumrin.
 
Beitarsvæðin
 
Til að hámarka afköst beitarsvæða er nauðsynlegt að skipta þeim upp í minni svæði, þannig er hægt að hafa stjórn á vexti hvers hólfs með t.d. ruddasláttuvél og með skipulagningu er hægt að stýra hvenær viðkomandi hólf eru tilbúin, en auðvitað ræður veðrátta miklu um vöxtinn, en við ættum að geta stjórnað öðrum þáttum. Ef notast á við beitarsvæði kallar það á vinnu við uppsetningu á girðingum og brynningaraðstöðu og eins þarf að vera með gott skipulag á hvenær friða á hólf og hvenær á að beita.  
 
Nokkrir punktar:
  • Skipta fjósinu í tvennt, mjólkaðir gripir komist út, aðrir ekki
  • Huga að gönguleiðum og akstri dráttarvéla
  • Einstefnuhlið til og frá fjósi hjálpa til við að stýra umferð
  • Hugið vel að jarðsambandi rafgirðinga, oft er lítil leiðni í malarpúða við byggingar, raki í jörðu hefur einnig áhrif.
Ráðgjafar RML eru innan handar varðandi bætta nýtingu beitar fyrir mjólkurkýr.
 
Höfundar greinar:
 
Berglind Ósk Óðinsdóttir, ráðunautur í fóðrun
Eiríkur Loftsson, ráðunautur í jarðrækt
Elin Nolsöe Grethardsdóttir, ráðunautur í nautgriparækt
Sigtryggur Veigar Herbertsson, ráðunautur í bútækni og aðbúnaði
Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...