Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Beint frá býli boðar fögnuð
Fréttir 14. ágúst 2023

Beint frá býli boðar fögnuð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Félagasamtökin Beint frá býli (BFB) standa fyrir fögnuði þann 20. ágúst næstkomandi í tilefni 15 ára afmælis félagsins.

Afmælishátíð verður haldin á sex stöðum á landinu með ólíku sniði eftir aðstæðum. Verkefnisstjóri þeirra er Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri. „Tilgangur afmælishátíðanna er að vekja athygli á hugmyndafræði beint frá býli og þeim heimavinnsluaðilum sem eru í slíkri starfsemi hér á landi og eru í félaginu.“ Gestgjafarnir eru Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir á Háafelli í Hvítársíðu fyrir Vesturland, Halldóra Ragnarsdóttir og Jóhann Pétur Ágústsson á Brjánslæk á Barðaströnd fyrir Vestfirði, Sigrún Helga Indriðadóttir á Stórhóli í Skagafirði á Norðurlandi vestra, Arna Mjöll Guðmundsdóttir og Fjóla Kim Björnsdóttir í Holtaseli í Eyjafjarðarsveit fyrir Norðurland eystra, Þorbjörg Ásbjörnsdóttir á Lynghóli í Skriðdal fyrir Austurland og Sölvi Arnarsson og Ísak Eyfjörð í Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir Suðurland.

Gestir kynnast lögbýli þar sem starfsemi beint frá býli fer fram og geta notið þess sem þar er boðið upp á, ásamt ýmsu fleiru í tilefni dagsins. Félagsmenn landshlutans munu mæta til að kynna og selja sínar vörur. Viðburðurinn fer fram milli kl. 13–17 og er haldinn í samstarfi við landshlutasamtök hvers landshluta og markaðsstofu Vestfjarða. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Beint frá býli og á samfélagsmiðlum

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...