Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Barngóð og  mikill dýravinur
Fólkið sem erfir landið 15. nóvember 2017

Barngóð og mikill dýravinur

Dagbjört Nótt er lífsglöð og kát sveitastelpa á Melrakkasléttu. 
 
Henni finnst gaman að leika við vini sína og syngja. Hún er mikill dýravinur og mjög barngóð. Hún er alveg einstaklega náin litlu systur sinni og mjög dugleg að aðstoða með hana. 
 
Nafn: Dagbjört Nótt Jónsdóttir.
Aldur: 13 ára þann 28. desember.
Stjörnumerki: Steingeit.
Búseta: Reistarnesi á Melrakkasléttu.
Skóli: Öxarfjarðarskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Köttur, skjaldbaka, mörgæs, gíraffi og lamadýr.
Uppáhaldsmatur: Núðlur.
Uppáhaldshljómsveit: Little Mix og One direction.
Uppáhaldskvikmynd: Hunger games.
Fyrsta minning þín? Þegar ég og besta vinkona mín vorum svona 6 ára og stálumst í nammi heima hjá mér og ákváðum að henda því í ruslið inni hjá litla bróður mínum. Svo að ef mamma eða pabbi myndu finna það myndu þau halda að það hefði verið Bergsteinn (litli bróðir) sem hefði stolist í nammið.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi söng og frjálsar íþróttir.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Íþróttakennari eða söngkennari.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Klifrað upp á þak á húsi, ég er svo lofthrædd.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór til Tenerife með mömmu, Jónínu (stóru systur) og Bergsteini og svo fórum við öll fjölskyldan í ferðalag um Vestfirðina.
 
Næst » Dagbjört Nótt skorar á Ingvar Örn Tryggvason til að svara næst.
Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...