Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Barnaþrælkun við námugröft
Fréttir 18. febrúar 2016

Barnaþrælkun við námugröft

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mannréttindasamtökin Amnesty International segjast vera búin að rekja uppruna kóbalts sem notað er í rafhlöður sem aftur eru meðal annars notaðar í tölvur og farsíma til náma í Afríkuríkinu Kongó þar sem sjö ára börn vinna við námugröft.

Samkvæmt Amnesty þræla allt niður í sjö ára börn tólf tíma á dag við lífshættulegar aðstæður í námum í Kongó þar sem unnið er kóbalt sem fyrirtæki eins og Apple, Microsoft og Vodafone nota við framleiðslu á tölvum, farsímum og fjarskiptabúnaði. Ríflega helmingur af öllu kóbalti á markaði í heiminum kemur frá Kongó.

Tölvu- og fjarskiptafyrirtæki helstu kaupendur kóbalts

Í skýrslu Amnesty um málið segir að kóbaltið úr umræddum námum sé aðallega að finna í lithiun-batteríum sem seld eru til margra fjölþjóðlegra tölvu- og fjarskiptafyrirtækja.

Laun þeirra, barna og fullorðinna, sem vinna við námugröftinn eru sögð vera einn til tveir bandaríkjadalir á dag eða um 130 til 260 krónur íslenskar og því í raun um þrældóm að ræða. Aðstæður starfsfólks eru sagðar fyrir neðan allar hellur og hreinlætis- og svefnaðstæður ekki fólki bjóðandi. Í skýrslunni segir einnig að fólk sé kúgað af öryggisvörðum til að láta af hendi þau litlu laun sem það fær.

Starfsfólk þarf að skila tilskildu magni af kóbalti eða vinnu á dag og standi það sig ekki er það beitt ofbeldi og barið reyni það að kvarta.

40 þúsund börn í Kongó þræla í námum

Samkvæmt skýrslu Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, frá 2102, starfa um 40 þúsund börn við námuvinnslu í Kongó og um 20% af þeim i kóbaltnámum.

Vinnustundir barnanna er að lágmarki tólf klukkustundir á dag án hlífðarbúnaðar og viðunandi heilsugæslu.

Stærsta kóbaltnáma í Kongó er í eigu og rekið af kínverska námufyrirtækinu Zhejiang Huayou Cobalt Ltd. Í skýrslu Amnesty er haft eftir talsmanni fyrirtækisins að honum sé ekki kunnugt um að börn séu við störf í námum þess.

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...