Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bann við minkaeldi í Hollandi ólöglegt
Fréttir 22. maí 2014

Bann við minkaeldi í Hollandi ólöglegt

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Bann við minkabúskap í Hollandi, sem átti að taka gildi árið 2024, var fellt úr gildi með úrskurði í undirrétti í Hollandi í gær. Bannið var samþykkt sem lög í hollenska þinginu í desember 2012 en dómstóllinn vísaði til Mannréttindasáttmála Evrópu í úrskurði sínum og lýsti bannið brot á stjórnarskrá.

Bann við minkaeldi sett á með þeim rökum að minkaskinn væru „óþarfa lúxus vara“. Hollenskum minkabændum voru ekki boðnar neinar bætur þrátt fyrir að með banninu yrðu þeir sviptir lífsviðurværi sínu. Slíkt er brot á Mannréttindasáttmálanum.

Úrskurður dómstólsins hefur vakið mikla ánægju hjá minkabændum í Hollandi, en ekki síður vítt og breitt um Evrópu. „Evrópskur skinnaiðnaður er afar ánægður með að mannréttindi séu eftir allt saman hærra sett en pólitísk hentistefna varðandi málefni eins og siðferði, sem fylgja einstaklingsbundnum skoðunum. Framleiðsla og notkun minkaskinna ætti að snúast um frelsi einstaklingsins. Það hníga engin rök að því að iðnaður sem er vel rekinn, sem gerir miklar kröfur um dýravelferð og aflar mikilla útflutningstekna sé eyðilagður með þessum hætti“, segir Kenneth Ingman, formaður Fur Europe, regnhlífasamtök evrópsks skinnaiðnaðar.

Úrskurðurinn mun líklega hafa alþjóðleg áhrif, en bann við minkaeldi hefur verið til umræðu víða. „Skilaboðin frá Hollandi eru augljóslega þau að þeir fáu stjórnmálamenn í Evrópu sem tala fyrir banni við minkaeldi ættu að hugsa sig tvisvar um“, segir Ingman.

„Við höfum alltaf trúað að við hefðum sterkt mál í höndunum og það gleður okkur að dómstóllinn hafi með skjótum hætti og afdráttarlaust úrskurðað bannið ólöglegt. Þetta er mikill léttir fyrir hollenska minkabændur sem aftur eru orðnir öruggir um lífsviðurværi sitt og geta nú snúið sé að hversdagslegum viðfangsefnum með fjölskyldum sínum,“ segir Wim Verhagen framkvæmdastjóri samtaka hollenskra minkabænda.

Holland er þriðji stærsti framleiðandi minkaskinna í heiminum, með ársframleiðslu upp á fimm milljónir skinna. Samkvæmt útreikningum KPMG er áætlað að bætur, sem greiða þyrfti hollenskum minkabændum ef iðnaðurinn yrði bannaður, næmu um 1,2 milljörðum evra.

 

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...