Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bann við minkaeldi í Hollandi ólöglegt
Fréttir 22. maí 2014

Bann við minkaeldi í Hollandi ólöglegt

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Bann við minkabúskap í Hollandi, sem átti að taka gildi árið 2024, var fellt úr gildi með úrskurði í undirrétti í Hollandi í gær. Bannið var samþykkt sem lög í hollenska þinginu í desember 2012 en dómstóllinn vísaði til Mannréttindasáttmála Evrópu í úrskurði sínum og lýsti bannið brot á stjórnarskrá.

Bann við minkaeldi sett á með þeim rökum að minkaskinn væru „óþarfa lúxus vara“. Hollenskum minkabændum voru ekki boðnar neinar bætur þrátt fyrir að með banninu yrðu þeir sviptir lífsviðurværi sínu. Slíkt er brot á Mannréttindasáttmálanum.

Úrskurður dómstólsins hefur vakið mikla ánægju hjá minkabændum í Hollandi, en ekki síður vítt og breitt um Evrópu. „Evrópskur skinnaiðnaður er afar ánægður með að mannréttindi séu eftir allt saman hærra sett en pólitísk hentistefna varðandi málefni eins og siðferði, sem fylgja einstaklingsbundnum skoðunum. Framleiðsla og notkun minkaskinna ætti að snúast um frelsi einstaklingsins. Það hníga engin rök að því að iðnaður sem er vel rekinn, sem gerir miklar kröfur um dýravelferð og aflar mikilla útflutningstekna sé eyðilagður með þessum hætti“, segir Kenneth Ingman, formaður Fur Europe, regnhlífasamtök evrópsks skinnaiðnaðar.

Úrskurðurinn mun líklega hafa alþjóðleg áhrif, en bann við minkaeldi hefur verið til umræðu víða. „Skilaboðin frá Hollandi eru augljóslega þau að þeir fáu stjórnmálamenn í Evrópu sem tala fyrir banni við minkaeldi ættu að hugsa sig tvisvar um“, segir Ingman.

„Við höfum alltaf trúað að við hefðum sterkt mál í höndunum og það gleður okkur að dómstóllinn hafi með skjótum hætti og afdráttarlaust úrskurðað bannið ólöglegt. Þetta er mikill léttir fyrir hollenska minkabændur sem aftur eru orðnir öruggir um lífsviðurværi sitt og geta nú snúið sé að hversdagslegum viðfangsefnum með fjölskyldum sínum,“ segir Wim Verhagen framkvæmdastjóri samtaka hollenskra minkabænda.

Holland er þriðji stærsti framleiðandi minkaskinna í heiminum, með ársframleiðslu upp á fimm milljónir skinna. Samkvæmt útreikningum KPMG er áætlað að bætur, sem greiða þyrfti hollenskum minkabændum ef iðnaðurinn yrði bannaður, næmu um 1,2 milljörðum evra.

 

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...