Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bandarískir bændur sagðir tapa viðskiptum til kollega í Brasilíu og Argentínu
Fréttir 5. maí 2017

Bandarískir bændur sagðir tapa viðskiptum til kollega í Brasilíu og Argentínu

Gagnrýni ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum á viðskiptasamninga við Mexíkó og fleiri ríki Mið- og Suður-Ameríku virðist nú ekki síst vera að koma sér illa fyrir bandaríska bændur. 
 
Trump hefur sagt að viðskipta­samningarnir, sér í lagi við Mexíkó, væru ósanngjarnir gagnvart bandarískum framleiðendum. Mexíkó hefur þó verið einn stærsti kaupandi á matvöru frá Bandaríkjunum. Þar á meðal á eggjum og korni. 
 
Í vefriti Successful Farming kemur fram að yfirvöld í Mexíkó hafa nú tilkynnt að þau leiti eftir nýjum birgjum sem geti útvegað þeim fjölmargar matvörutegundir. Samhliða verði dregið úr kaupum á matvöru frá Bandaríkjunum. Þetta er gert þrátt fyrir að enn sé ekki búið að tilkynna neinar breytingar á viðskiptasamningi NAFTA (North American Free Trade Agreeement). Ljóst er að það verða ekki síst bandarískir bændur sem munu tapa á slíku viðskiptastríði. 
 
Mexíkó snýr sér að Suður- Ameríku með viðskipti
 
Mexíkósk yfirvöld hafa þegar kynnt áform um að kaupa hrísgrjón frá Brasilíu og nú velta menn fyrir sér hvort Brasilía og Argentína hafi nægt framboð af sojabaunum og korni til að mæta þörfum Mexíkó. Til að liðka fyrir samningum um slíkt hafa stjórnvöld í Mexíkó lýst því yfir að engir innflutningstollar verð á innfluttu korni frá Suður-Ameríkuríkjum. 
 
Erfitt verður að keppa við öflugt flutningakerfi Bandaríkjanna
 
Forstjóri U.S. Grains Council í Bandaríkjunum, Tom Sleight, telur að þrátt fyrir tollfrjálsan innflutning frá Suður-Ameríku verði samt hægstæðara að kaupa korn frá Bandaríkjunum vegna styttri og auðveldari flutningsleiða. Hann viðurkennir þó að nú þegar sé mikill skaði skeður fyrir þarlenda bændur. Hann segir að stöðugar viðræður hafi verið í gangi við ríkisstjórn Donald Trump og sé hann þess fullviss að þeir skilji þá áhættu sem fólgin er í viðskiptahindrunum gagnvart Mexíkó. 
 
A. Cargill, viðskiptamaður í Argentínu, segist ekki sjá að þeir geti keppt um kornsölu til Mexíkó við Bandaríkjamenn. Þriðjungur innflutnings Mexíkóa frá Bandaríkjunum hafi komið með lestum frá Bandaríkjunum og við slíkt sé erfitt að keppa með skipaflutningum. Hins vegar geti komið til aukinnar kornsölu frá Argentínu með tímanum ef það tekst að endurvekja gamlar járnbrautaleiðir þaðan til norðurs.  
Brasilíumenn bjartsýnir
 
Brasilíumenn eru öllu bjartsýnni á viðskiptin við Mexíkó. Þar gera menn ráð fyrir að uppskera verði um 100 milljón tonn af korni á þessu ári þrátt fyrir að seinni uppskeru sé ekki lokið. Að auki séu miklir möguleikar á útflutningi á nauta- og kjúklingakjöti ásamt fleiru.
 
Viðskiptahindranir líklega rædd­­ar á fundi forsetanna 
 
Bandarísk stjórnvöld eru nú að kanna hvort beitt hafi verið óeðlilegum lækkunum, eða182
 „dumping“, á verði á lífdísil sem flutt hefur verið inn frá Indónesíu og Argentínu. Yfirlýsingar er að vænta 8. maí um hvort slíkt sé raunin og hafi þar með skaðað bandaríska bændur. Ef það reynist niðurstaðan kann að verða skrúfað fyrir þann innflutning með tilheyrandi skaða fyrir bændur í Argentínu og Indónesíu. Framleiðsla þessara ríkja á lífdísil hefur m.a. hjálpað til að halda uppi verði á sojabaunum. Vonast menn þó til að hægt verði að leysa úr þessum viðskiptaágreiningi við samningaborðið þegar Mauricio Macri, forseti Argentínu, kemur í opinbera heimsókn til Trumps í dag, 27. apríl. 
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f