Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bakkakot
Bærinn okkar 27. ágúst 2015

Bakkakot

Við flytjum í Bakkakot árið 2000 og byrjum að búa þar með nokkrar kindur sem við eigum. Síðan þá höfum við verið að fjölga smátt og smátt.
 
Býli:  Bakkakot.
 
Staðsett í sveit:  Refasveit í Blönduósbæ í Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Ragnar Heiðar Sigtryggsson og Aðalbjörg Valdimarsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýr):
Við eigum þrjá syni, Gísla 16 ára, Pálma 13 ára og Guðna 6 ára, ásamt hundinum Týru og kisunni Rusla.
 
Stærð jarðar:  Um 300 ha.
 
Gerð bús: Við erum með fjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir:
Við erum með 290 kindur og 25 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Við vinnum bæði utan bús og sinnum búinu utan vinnutíma, þ.e. snemma á morgnana og síðan seint á kvöldin. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt er gaman ef við ger­um það saman, nema tína plast af girðingum, segir Hjördís.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mjög svipað og hann er í dag.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Þau eru í finum málum.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Vonandi bara vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með því að flytja út ferskt kjöt og sýna fram á hreinleika afurðanna.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Ostur, skinka, ávextir og græmeti.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heim­ilinu? Saltað hrossakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bú­störfin? Við erum enn að bíða eftir því.

4 myndir:

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...