Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bakkakot
Bóndinn 27. ágúst 2015

Bakkakot

Við flytjum í Bakkakot árið 2000 og byrjum að búa þar með nokkrar kindur sem við eigum. Síðan þá höfum við verið að fjölga smátt og smátt.
 
Býli:  Bakkakot.
 
Staðsett í sveit:  Refasveit í Blönduósbæ í Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Ragnar Heiðar Sigtryggsson og Aðalbjörg Valdimarsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýr):
Við eigum þrjá syni, Gísla 16 ára, Pálma 13 ára og Guðna 6 ára, ásamt hundinum Týru og kisunni Rusla.
 
Stærð jarðar:  Um 300 ha.
 
Gerð bús: Við erum með fjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir:
Við erum með 290 kindur og 25 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Við vinnum bæði utan bús og sinnum búinu utan vinnutíma, þ.e. snemma á morgnana og síðan seint á kvöldin. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt er gaman ef við ger­um það saman, nema tína plast af girðingum, segir Hjördís.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mjög svipað og hann er í dag.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Þau eru í finum málum.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Vonandi bara vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með því að flytja út ferskt kjöt og sýna fram á hreinleika afurðanna.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Ostur, skinka, ávextir og græmeti.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heim­ilinu? Saltað hrossakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bú­störfin? Við erum enn að bíða eftir því.

4 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...