Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bakaður Brie-ostur og grillað flatbrauð
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 7. júlí 2017

Bakaður Brie-ostur og grillað flatbrauð

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þennan rétt tekur bara augnablik að útbúa og er hægt að njóta hans með vinum við grillið, en svo er líka bara hægt að baka hann í ofni. Gott er að dýfa ristuðu súrdeigsbrauði í ostinn eða smyrja það með ostinum.
 
Bakaður  Brie-ostur 
– hunangs- og pecangljáður 
  • Einn Brie-ostur eða annar 
  • sambærilegur ostur
  • Ein lúka pecan-hnetur um 150 g, gróft hakkaðar
  • ¼ bolli púðursykur 
  • 2 matskeiðar hunang
Hitið ofninn í 160 gráður.
 
Í skál blanda saman pecan-hnetum, púðursykri og hunangi.
 
Setjið ostinn í grunnt fat eða eldfasta pönnu og toppið með pecan-hnetum og sykurblöndunni.
 
Bakið í 10–15 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna ögn svo engin brenni sig. Framreiðið með ristuðu brauði eða stökku kexi.
 
 
Papriku- og chilihummus með grilluðu flatbrauði
 
Geggjað nart til að bjóða upp á undan og á meðan grillveislan er undirbúin. Hummus með grilluðu flatbrauði sem hefur verið penslað  með ólífuolíu og  kryddað með góðu salti og smá blóðbergi eða timjan.
 
Fyrir hummus:
  • Lítil dós niðursoðnar kjúklingabaunir, sem búið er að skola (flott að geyma   nokkrar kjúklinga sem skraut)
  • ¼ bolli tahini sesam mauk (í krukku)
  • 1 stk.  brennd paprika (á grilli eða kaupa klárar í krukku)
  • ¼ bolli ferskur sítrónusafi
  • Ein matskeið harissa chilikrydd eða chilisósa
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. malað cumin-duft
  • ¼ tsk. malað  kóríanderduft
Öllu hráefninu er blandað saman í matvinnsluvél og unnið saman  þar til blandan er slétt. Hún er svo geymd í kæli þar til brauðið er framreitt með hummus til hliðar.
 
Fyrir grillað flatbrauð:
  • Eitt stykki tilbúið pitsudeig (hægt að kaupa tilbúið eða gera frá grunni)
  • 2 msk. ólífuolía
  • Ein tsk. blóðberg eða timjan 
  • ½ tsk. gott salt
Til að undirbúa flatbrauðið skaltu byrja með því að hita grillið í 250 gráður.
 
Skiptu deiginu í tvennt. Rúlla út hvorn helming á hveiti stráðu yfirborði þar til það er um það bil ? af sentimetra á  þykkt – eða jafnvel  þynnra fyrir stökkt flatbrauð.
 
Penslið deigið með matskeið af ólífuolíu, og stráið yfir með ½ teskeið af timjan og ¼ teskeið af góðu flögusalti. Grillað í 4–8 mínútur.
 
 
 
Ofnbakaður eða grillaður rabarbari með ís og rauðum marengs
  • 550 g rabarbari
  • 85 g hrásykur
Aðferð
Hitið ofninn að 200 gráðum. Skolið rabarbara og setjið í sigti, skera rabarbarann í bita í fingurlengd.
 
Setjið rabarbarann í grunnt ofnfast fat eða kökuform með hliðum, blandið saman við sykurinn, veltið saman.
 
Lokið vel með álpappír og bakið í 15 mínútur. Fjarlægðu álfilmuna. Sykurinn ætti þá að vera leystur upp. Veltið bitunum og steikið í fimm mínútur til viðbótar. Til að athuga hvort rabarbarinn er tilbúinn skuluð þið prófa að skera aðeins í hann með beittum hníf. Rabarbarinn ætti að vera mjúkur, en halda samt lögun sinni. Framreiðið með ís, berjum og marengs.
 
Berjamarengs
  • 2 eggjahvítur
  • 1 msk.  frælaus rauð hindberjasulta (við stofuhita)
  • 6 dropar af rauðum matarlit
  • 1/3 bolli af sykri 
  • 1/3 bolli sigtaður flórsykur 
  • Smjörpappír til að baka á 
Hafið eggjahvítuna í stofuhita í 30 mínútur. Setjið smjörpappír á bökunarplötu.
Forhitið ofninn í 160 gráður.
 
Hrærið saman hindberjasultu og matarlitnum í skál. Setjið til hliðar.
 
Blandið  sykri og  flórsykri saman og setjið svo til hliðar. Þeytið eggjahvíturnar með rafmagns­hrærivél á miðlungshraða þar til mjúk froða hefur myndast. Bætið því við sykurblönduna, ein matskeið í einu og þeytið í fimm til sjö mínútur á meðalhraða – eða þar til marensinn er stífur og glansandi og sykurinn er búinn að leysast upp.
 
Notaðu spaða til að blanda 1/2 bolla af marengsblöndunni varlega saman við sultuna, svo er restinni varlega blandað saman við.
 
Notaðu sprautupoka til að sprauta  marens í hjörtu, stangir eða bara smyrja flatt á bökunarpappír 
Setjið bökunarplötur í forhitaðan ofninn. Slökkvið á ofninum. Látið marengsinn  þorna í ofni, með dyrnar lokaðar í eina klukkustund eða þar til þurr og skörp húð hefur myndast. Mikilvægt er að hann sé samt enn ljós á litinn. Láttu hann kólna á pappír. Taktu marengsinn varlega af pappírnum og bjóðið upp á sem skraut með berjum og góðum ís að eigin vali.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...