Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bæta þarf eftirlit með dýraafurðum
Mynd / BBL
Fréttir 20. október 2017

Bæta þarf eftirlit með dýraafurðum

Höfundur: smh

Samkvæmt skýrslu sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti fyrir skemmstu, þarf Ísland að bæta eftirlit með innflutningi á dýraafurðum. 

Fulltrúar frá ESA komu í eftirlitsferð til Íslands dagana 12.–16. júní síðastliðna til að kanna hvort opinbert innflutningseftirlit væri í samræmi við kröfur í löggjöfinni um Evrópska efnahagssvæðið (EES) auk þess að athuga hvort tilmælum úr fyrri eftirlitsferðum ESA hefði verið fylgt eftir.

Veikleikar í eftirliti með innflutningi

Í niðurstöðum nýju skýrslunnar kemur fram að ákveðnir veikleikar eru í innflutningseftirlitinu, sem er í höndum Matvælastofnunar (MAST) og embættis Tollstjóra. Í tilkynningu frá ESA vegna útgáfu skýrslunnar kemur fram að greining á því hvaða sendingar þurfi að skoða sérstaklega sé áfátt og sama á við um skoðun á gögnum og vottorðum. Einnig þurfi að gera úrbætur á eftirliti og eftirfylgni með umflutningssendingum (Transit). ESA hafi í fyrri skýrslu bent á að þessi atriði krefjist úrbóta en Ísland hefur ekki að öllu leyti sinnt þeim úrbótum sem yfirvöld hafa skuldbundið sig til að innleiða.

„TRACES (Trade Control and Expert System) er samræmt kerfi fyrir útgáfu á innflutningsskjölum fyrir dýraafurðir á öllu EES svæðinu.  Skylt er að nota kerfið enda er samræmd framkvæmd ein forsenda þess að flutningur afurða á innri markaðnum geti verið hindrunarlaus. Notkun á þessu kerfi þarf að bæta á Íslandi.

Þrátt fyrir áðurnefnda veikleika hafa nokkrar úrbætur orðið í kjölfar fyrri eftirlitsferða ESA.  Innflutningseftirlitið er betur samræmt, þjálfun starfsfólks hefur verið bætt og skýrar verklagsreglur eru til staðar varðandi eftirlit Matvælastofnunar. Fortilkynningar um sendingar og sannprófanir á skilvirkni eftirlitsins hafa líka færst til betri vegar.

Í löggjöf EES eru ríkar kröfur um fæðuöryggi, heilbrigði og velferð dýra í framleiðsluferli matvæla. Eftirlitsferðir ESA eru mikilvægar til að fylgjast með stöðu og þróun og fylgja því eftir að Ísland virði evrópska löggjöf eins og það er skuldbundið til bæði til verndar neytendum og dýrum,“ segir í tilkynningu frá ESA.

Hætta á að sendingar standist ekki kröfur

Í tilkynningu MAST, vegna útgáfu skýrslu ESA, segir að athugasemdirnar sem settar eru þar fram hafi verið teknar til greina. MAST tiltekur nokkur atriði sem unnið verði að úrbótum á. Til dæmis er nefnt að gallar í skjalaeftirliti bjóði hættunni heim á því að sendingar sem standast ekki kröfur séu fluttar inn á EES. Eftirlits- og sýnatökuáætlun var til staðar og í framkvæmd, en aðbúnaður til sýnatöku var ófullnægjandi.

Stofnunin vinnur í samræmi við tímasetta aðgerðaráætlun sem lögð var fram í kjölfar úttektarinnar og eru birtar í viðauka skýrslunnar. Tilmæli til útbóta eru 12 talsins og miðast aðgerðaráætlun MAST við að búið verði að mæta þeim í febrúar á næsta ári.  

Skýrsluna má nálgast í gegnum vef ESA: http://www.eftasurv.int/press--publications/. 

Skylt efni: innflutningseftirlit

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...