Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bærinn okkar Miðhóp
Bóndinn 3. júlí 2014

Bærinn okkar Miðhóp

Núverandi ábúendur og eigendur að  Miðhópi eru Kristín Guðmundsdóttir og Ólafur Benediktsson sem tóku við búinu af foreldrum Ólafs þeim Elínborgu Ólafsdóttur og Benedikt Axelssyni sem hófu búskap á jörðinni 1963.

Býli:  Miðhóp.

Staðsett í sveit: Nyrsti bær í Víðidal í Húnaþingi vestra.

Ábúendur: Kristín Guðmundsdóttir og Ólafur Benediktsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Börnin eru þrjú, Guðmundur Bjarki 18 ára nemi í VMA og tvíburarnir Elín Marta og Ásgeir Ómar 12 ára. Hundarnir eru tveir (hreinræktaðir blendingar), Snúlla og Tína.

Stærð jarðar? Um 1.600 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 500 kindur og 30 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fer eftir árstíma. Nú er heyskapur aðalmálið. Vorverkin að mestu búin. Óli sæðir kýr og Stína útdeilir plöntum til skógarbænda í Húnavatnssýslum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Engin verk eru svo sem leiðinleg en einhver sem eru ágæt þegar þau eru búin.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Fjölga fénu og hugsanlega kaupa eitthvað af nágrannakotunum.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru vonandi í réttum farvegi en stofnun RML veikti félagskerfið.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef við pössum upp á hreinleikann og sérstöðu hans.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Þar sem kaupmáttur er mikill.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, grænmeti og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt í brúnni sósu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar tekið var fé aftur eftir riðuniðurskurð. Vorum eitt sinn í loðdýraræktinni og höfum alltaf séð pínulítið eftir minknum og snjóaveturinn 1995 gleymist aldrei.

4 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...