Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bærinn okkar Jörfi
Bóndinn 22. maí 2014

Bærinn okkar Jörfi

Foreldrar Ægis Jóhannessonar keyptu jörðina Jörfa árið 1958 og þau Stella Jórunn A. Levy tóku við 1994. Alltaf hefur verið kúabúskapur en þó með blandað bú að einhverju leyti.

Býli:  Jörfi.

Staðsett í sveit: Víðidal, Húnaþingi vestra.

Ábúendur: Ægir Jóhannesson og Stella Jórunn A. Levy.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Þrjú börn (Ragnar Bragi 18, Agnar Ási 14 og Jenný Dögg 12) og kötturinn Fúsi Fress og naggrísinn Nagga. Einnig erum við svo lánsöm að Jóhannes faðir Ægis býr hjá okkur.

Stærð jarðar? 500 hektarar.

Gerð bús? Kúabúskapur, nautaeldi, sparifé og nokkur hross.

Fjöldi búfjár og tegundir? 70 kýr, slatti af nautum, 60 kindur og 25 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Vaknað klukkan 6, farið í fjós og svo fara störf eftir árstíðum, alltaf lengri vinnudagur frá vori til hausts. Í sveitinni er enginn hefðbundinn vinnudagur og fjölbreytni mikil.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Vorverkin eru skemmtileg og þegar allt er að fara í gang, annars er ekkert betra eða verra í sveitinni. Allt er skemmtilegt ef vel gengur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Það verður kominn annar mjaltarróbót á búið, búið að virkja í gilinu fyrir ofan bæinn, ostaframleiðsla í fullum gangi og býræktun í góðum málum.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Allt verður í góðum málum hér ef við göngum ekki í ESB og stöndum vörð um hreinleika og sérstöðu íslensks landbúnaðar.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við erum mjög bjartsýn á íslenskan landbúnað, nóg er af tækifærum og hugur í fólki.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Á mörkuðum sem gefa hátt og gott verð því vegna smæðar okkar getum við aldrei keppt við stór landbúnaðarlönd. Okkar vörur eru sérstakar fyrir hreinleika og fáir eða engir sjúkdómar í bústofnum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, ostur og lýsi.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Góð nautasteik með tilheyrandi.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við breyttum fjárhúsum og hlöðu í lausagöngufjós. Einnig þegar við breyttum úr mjaltagryfju yfir í mjaltarróbót.

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.