Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bærinn okkar Brekka
Bærinn okkar 28. ágúst 2014

Bærinn okkar Brekka

Elvar Ólason og Þórhildur Þorsteinsdóttir byrjuðu búskap sinn árið 1998 á jörðinni Klettstíu en áttu heima á Brekku. 5 km eru á milli jarðanna og var því búskapurinn stundaður í hálfgerðri „fjarbúð“. Á Brekku bjuggu Gunnar Þór bróðir Þórhildar og Íris Grönfeldt, en þau tóku við búskap af Þorsteini og Önnu foreldrum Þórhildar 1994.

Blandaður búskapur var lengi vel á jörðinni en mjólkurframleiðsla lagðist af 1986. Brekku kaupa Þórhildur og Elvar til hálfs árið 2000 og taka alfarið við búskapnum af Gunnari Þór og Írisi árið 2005. Foreldrar Þórhildar fluttu frá Brekku 2005, búin að koma sínu ævistarfi áfram til afkomenda sinna. Á Brekku hefur sama ætt setið frá 1852.

Býli:  Brekka.

Staðsett í sveit: Í Norðurárdal í Borgarbyggð.

Ábúendur: Elvar Ólason og Þórhildur Þorsteinsdóttir. Á jörðinni býr einnig bróðir Þórhildar, Gunnar Þór og kona hans Íris Grönfeldt íþróttafræðingur.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við sjálf og börnin okkar tvo, Erna bráðum 14 ára og Arnar Þór 11 ára. Einn ofvirkur Border Collie hundur sem ber nafnið Maríus og svo letikötturinn Guðbrandur RÓNI.

Stærð jarðar? Um 1.050 hektarar, óbyggðanefnd hlífir okkur þannig að við fáum að halda þessari stærð.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Síðastliðinn vetur voru um 450 vetrarfóðraðar kindur, sem verða vonandi nær 600 næst­komandi vetur, og 11 hross; hús­bóndinn berst hetjulega gegn fjölgun þeirra.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hér á bæ er ekkert sem telst hefðbundinn vinnudagur. Húsfrúin fer flesta virka morgna til vinnu á Hvanneyri og börnin í skóla að Varmalandi yfir vetrartímann.

Annars er árstíðabundið hvernig dagarnir eru, veðurfar og svo hversu duglegur húsbóndinn er hvað er gert dagsdaglega. Elvar hefur undanfarið verið tölvert í sauðfjárrúningi og svo fer töluverður tími í félagsmálin hjá báðum aðilum, þannig að það er óhætt að segja að engir tveir dagar séu eins, sem er bara ótúlega skemmtilegt, enda erum við lítið rútinufólk.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Alltaf gaman þegar féð er tekið á hús á haustin, ætli það teljist ekki svona frekar til leiðinlegra verka að þrífa fjárhúsin eftir sauðburð á vorin.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við erum lélegir spámenn.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það er í flestum tilfellum gott fólk sem sinnir þeim málum ágætlega og það er ekki sjálfgefið að fólk taki félagsmálastörf að sér, sem betur fer er til fólk sem er tilbúið að taka þau að sér, þessi störf. Það vantar oft jákvæðni og traust manna á milli og einnig trú á því að fólk sem vinnur þessi félgamálastörf vilji vel. Málefnaleg umræða er grundvöllur þess að vel takist til, í hverju því sem er verið að sinna.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Möguleikarnir eru miklir og tækifærin mörg, okkur þarf að bera gæfu til að nýta þessi tækifæri. Nýliðun í landbúnaði er stór þáttur sem þarf að tryggja til að landbúnaðurinn dafni og þáttuur sveitarfélagana er stór í þeim málum. Bændasamfélagið er mikilvægur hlekkur í því að efla félagslegan þrótt í sveitum landsins og við sem búum í slíku samfélagi þurfum að vera dugleg að vekja athygli á tilveru og stöðu landbúnaðarins.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin þar eru eflaust mörg, en innanlandsmarkaðurinn er mikilvægasti markaður íslenskara búvara.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Skyr, mjólk, lifrarkæfa og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sunnudagslærið hennar „mömmu“.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það hlýtur að vera þegar 300 kinda fjárhús voru reist á 6 vikum síðastliðið haust. Bjartsýni en það tókst og 24. nóvember voru nýrúnar ær reknar þar inn.
 

5 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...