Bændur slá í gegn á samfélagsmiðlum
Fréttir 9. febrúar 2024

Bændur slá í gegn á samfélagsmiðlum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Góður rómur hefur verið gerður að birtingu efnis og innsýnar úr íslenska bændasamfélaginu gegnum samfélagsmiðla Bændablaðsins.

Hundruð fylgjenda blaðsins hafa fylgst með daglegum störfum bænda, sem geta verið
æði misjöfn.

Síðastliðinn mánuð hafa tveir bændur opnað bú sín og sagt frá lífi sínu og starfi í myndböndum sem hafa birst sem sögur á Instagram- og Facebook-síðu Bændablaðsins. Eydís Rós Eyglóardóttir, kjúklingabóndi á Vatnsenda, reið á vaðið í byrjun janúar. Í tvær vikur gátu lesendur fylgst með hinum ýmsu daglegu verkum sem alifuglabónda bíður, svo sem að hreinsa hús, huga að tæknimálum og annast um heilsu og velferð fuglanna. Á undanförnum tveimur vikum hefur Ísak Jökulsson, kúabóndi á Ósabakka, svo sýnt hvað á daga hans hefur drifið á ansi hressandi hátt, enda hafa óveður og óvæntar uppákomur sett mark sitt á dagana. Helstu myndbönd bændanna eru svo sett saman í safn sem nálgast má á Instagram-síðu blaðsins sem er og verður áfram aðgengilegt.

Fylgjendum Bændablaðsins á Instagram hefur fjölgað mjög og mörg hundruð manns kjósa að fylgjast daglega með uppátækjum bænda. Tilgangur verkefnisins er að gefa lesendum raunsæja innsýn í bændasamfélagið og færa frumframleiðslu matvæla nær neytendum.

Næstu tvær vikurnar mun Óli Finnsson, garðyrkjubóndi í Heiðmörk, gefa lesendum innsýn inn í rekstur og starf ylræktarbónda en viðtal við hann má nálgast á síðu 55 í 3. tbl. Bændablaðsins

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...

Fjölbreytt verkefni
Fréttir 27. febrúar 2024

Fjölbreytt verkefni

Margþættar umræður sköpuðust á deildarfundi hrossabænda. Stofnverndarsjóður, hro...

Hugað að nýrri afurðastöð
Fréttir 27. febrúar 2024

Hugað að nýrri afurðastöð

Sláturfélag Suðurlands (SS) undirbýr nú uppbyggingu á nýrri afurðastöð fyrirtæki...

Ákall um meiri stuðning
Fréttir 27. febrúar 2024

Ákall um meiri stuðning

Deildarfundur geitfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar. ...

Óberon besta nautið
Fréttir 26. febrúar 2024

Óberon besta nautið

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið ...