Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Allur hópurinn í Claas rúllu-stórbaggaverksmiðjunni.
Allur hópurinn í Claas rúllu-stórbaggaverksmiðjunni.
Lesendarýni 20. mars 2015

Bændur skoðuðu verksmiðjur Claas og Kuhn í glæsiferð Vélfangs

Höfundur: Gunnhildur Gylfadóttir Steindyrum Svarfaðardal.
Það var glaður, en eilítið feiminn hópur fólks sem hittist í Leifsstöð snemma morguns sunnudaginn 15. febrúar síðastliðinn.  
 
Í vændum var níu daga frí frá bauli, jarmi og vélamali.  Við vorum 64 sem lögðum þarna af stað í Ferð út í heim með Vélfangi. Yfirfararstjórar voru þeir Eyjólfur Pétur Pálmason og Skarphéðinn K. Erlingsson.
 
Flogið til München
 
Við flugum til München og þar beið okkar tveggja hæða rúta og hinn ágætasti bílstjóri sem var með okkur alla leið til Parísar.
 
Ýmsum guðaveigum var fljótlega dreift um rútuna og Eyjólfur lagði okkur lífsreglurnar í ferðinni. Þær voru aðallega það að passa upp á hvert annað og mæta alltaf á réttum tíma.  Síðan tók hann upp léttara hjal og eftir það var brosið á andlitum flestra fram á síðasta dag.
 
Við ómannglöggu veltum því reyndar fyrir okkur hvernig í veröldinni hægt væri að tengja andlitin öll við rétt nöfn og bæi á níu dögum – en þetta var rétt að byrja.
 
Ekki ætla ég að rekja hér ferðina í smáatriðum en í þessa bæi fórum við í Þýskalandi: München – Kaufbeuren – Bad Saulgau.  Í Frakklandi: Saverne – Metz – París.  Og verksmiðjurnar sem við skoðuðum voru: Fendt dráttarvélar, Claas heyvinnutæki, Kuhn hey- og jarðvinnutæki og að lokum Claas rúllu- og stórbaggavélar.
 
Á öllum stöðum var okkur tekið stórvel, vel gert í mat og drykk og allir leystir út með gjöfum, m.a. eðallíkjör í seinni Claas heimsókninni.  Það fór líka þannig að fæstir tóku upp veski fyrr en komið var til Parísar!
 
Í bænum Bad Saulgau  tilkynnti Eyjólfur okkur að karnival væri í bænum og að þess hefði sérstaklega verið óskað að við tækjum þátt í því. Rútan stoppaði svo hjá leikfangaverslun þar sem til var ótrúlegt úrval af grímubúningum – þó aðallega á börn og smávaxið fólk! Það var skrítinn svipur á afgreiðsludömunum þegar inn ruddist full rúta af fullorðnu fólki frá framandi landi að kaupa sér grímubúninga.  Við vorum svo flest flissandi eins og litlir krakkar þegar við komum út aftur og örugglega hafa margir hugsað:  hvurn andsk ... er Eyjólfur búinn að plata mig út í!
 
Við höfðum skamman tíma á hótelinu til að taka okkur til en mikið óskaplega var þetta gaman.  Það var svo gaman að koma niður í móttökuna og sjá að allir höfðu tekið þátt í þessu.  Allir voru þó jafn hikandi þegar þeir komu út úr lyftunni – er ég eins og kjáni?!
 
Í París bættust tvenn hjón í hópinn og þar var haldið upp á stórafmæli Skarphéðins sem varð fimmtugur þann 20. febrúar.  Í tilefni dagsins bauð hann upp á fordrykk á hverfisbarnum sem við yfirtókum við komuna til borgarinnar.  Þar fékk hann að kenna á húmornum sem hafði verið í gangi og fékk m.a. startkapla í afmælisgjöf.  Þarna átti líka afmæli annar eigandi fyrirtækisins, Stefán Ármannsson.
 
Á sunnudeginum fór bróðurpartur hópsins á Sima landbúnaðarsýninguna þar sem maður gerði sér vel grein fyrir smæð Íslands og íslensks landbúnaðar.
 
Það sem upp úr stendur hjá mér eftir ferðina:
 
  • Frábært skipulag sem stóðst.
  • Yndislegt samferðafólk sem hafði þessi sameiginlegu markmið:
  • Einlæga gleði, jákvæðni, samkennd og léttleika.
  • Lárus gleðipinni með gítarinn.
  • Söngbókin.
  • Skipulagið í Claas­verksmiðjunum.
  • Þrifalegt Þýskaland.
  • Sóðalegt Frakkland.
  • Risastórir akrar/tún.
  • Fallegt landslag.
  • Fallegur sveitabær.  Þar voru 120 kýr mjólkaðar í 2 róbótum, -metangas framleiðsla og ferðaþjónusta. Þangað var ákaflega gaman að koma.  
  • RISAstór grjóttínslu- og grjótmulningsvél!
Eyjólfur, Skarphéðinn, Magga og Hildur – Takk fyrir að vera eins yndisleg og þið eruð.
Annað samferðafólk – takk fyrir frábæra viðkynningu – hlakka til að fara með ykkur aftur eftir 4 ár!

2 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...