Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Svína- og kjúklingabændur óttast að mörg störf gætu tapast í innlendri kjötframleiðslu ef Ísland gefur eftir tugprósenta markaðshlutdeild í kjötafurðum.
Svína- og kjúklingabændur óttast að mörg störf gætu tapast í innlendri kjötframleiðslu ef Ísland gefur eftir tugprósenta markaðshlutdeild í kjötafurðum.
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 1. september 2016

Bændur senda stjórnvöldum tóninn

Forystumenn svína- og kjúklingabænda gagnrýna stjórnvöld harðlega vegna ámælisverðra vinnubragða í samningum við Evrópusambandið um viðskipti með búvörur. Þeir hafa sent harðort bréf til allra þingmanna um tollamálin þar sem þeir fullyrða að ekki hafi verið gætt að íslenskum hagsmunum í samningnum. Þar hafi fyrst og fremst verið hugsað um hag innflutningsfyrirtækja á Íslandi.

Bréfið til þingmannanna hljóðar svo:

Ágætu þingmenn.

Í dag er á dagskrá Alþingis síðari umræða  um samning Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Á lokastigum umfjöllunar í atvinnuveganefndin voru gerðar athugasemdir við vinnu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um hvernig draga mætti úr neikvæðum áhrifum tollasamningsins við ESB. Af þessu tilefni er rétt að ítreka að Félag kjúklingabænda og Svínaræktarfélag Íslands töldu tillögur starfshópsins vera lágmarksaðgerðir til að styðja við innlendan landbúnað eftir að samningurinn við ESB tekur gildi. Íslensk stjórnvöld hafa skýr markmið um lyfjalausan landbúnað og í gangi er umfangsmikil vinna til að bæta aðbúnað dýra. Á sama tíma er opnað fyrir innflutning á vöru sem mætir ekki þessum kröfum. 

Vinna stjórnvalda við gerð tollasamningsins við Evrópusambandið er afar ámælisverð og er óhætt að segja að þar hafi ekki verið gætt að íslenskum hagsmunum, nema þá kannski sérhagsmunum innflutningsfyrirtækja á Íslandi. Utanríkisráðuneytið lét ekki gera neina greiningu á hagsmunum Íslands. Ekkert mat var lagt á það hvað gerast myndi ef Ísland gefur eftir tugprósenta markaðshlutdeild í kjötafurðum né heldur hversu mörg störf gætu tapast í innlendri framleiðslu. Það er einnig alvarlegt umhugsunarefni, hvort það teljist samræmast hagsmunum Íslands, að gerðir séu samningar við 500 milljón manna ríkjabandalag um viðskipti af þessu tagi.

Þá er einnig rétt að koma þeirri gagnrýni á framfæri að stjórnvöld höfðu ekkert samráð við svínabændur og kjúklingabændur við undirbúning samnings Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Það getur ekki talist vera eðlileg stjórnsýsla að gera samninga sem getað kollvarpað heilu atvinnugreinunum án nokkurs einasta samráðs.

Það bætir ekki úr að breytt sé niðurstöðu starfhóps ráðherra með tillögum sem mæta þörfum innflytjenda en ekki neytenda og bænda.“

Undir bréfið rita nöfn sín Ingimundur Bergmann, formaður Félags kjúklingabænda og Björgvin Jón Bjarnason, formaður Svínaræktarfélags Íslands. 

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.