Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Svína- og kjúklingabændur óttast að mörg störf gætu tapast í innlendri kjötframleiðslu ef Ísland gefur eftir tugprósenta markaðshlutdeild í kjötafurðum.
Svína- og kjúklingabændur óttast að mörg störf gætu tapast í innlendri kjötframleiðslu ef Ísland gefur eftir tugprósenta markaðshlutdeild í kjötafurðum.
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 1. september 2016

Bændur senda stjórnvöldum tóninn

Forystumenn svína- og kjúklingabænda gagnrýna stjórnvöld harðlega vegna ámælisverðra vinnubragða í samningum við Evrópusambandið um viðskipti með búvörur. Þeir hafa sent harðort bréf til allra þingmanna um tollamálin þar sem þeir fullyrða að ekki hafi verið gætt að íslenskum hagsmunum í samningnum. Þar hafi fyrst og fremst verið hugsað um hag innflutningsfyrirtækja á Íslandi.

Bréfið til þingmannanna hljóðar svo:

Ágætu þingmenn.

Í dag er á dagskrá Alþingis síðari umræða  um samning Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Á lokastigum umfjöllunar í atvinnuveganefndin voru gerðar athugasemdir við vinnu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um hvernig draga mætti úr neikvæðum áhrifum tollasamningsins við ESB. Af þessu tilefni er rétt að ítreka að Félag kjúklingabænda og Svínaræktarfélag Íslands töldu tillögur starfshópsins vera lágmarksaðgerðir til að styðja við innlendan landbúnað eftir að samningurinn við ESB tekur gildi. Íslensk stjórnvöld hafa skýr markmið um lyfjalausan landbúnað og í gangi er umfangsmikil vinna til að bæta aðbúnað dýra. Á sama tíma er opnað fyrir innflutning á vöru sem mætir ekki þessum kröfum. 

Vinna stjórnvalda við gerð tollasamningsins við Evrópusambandið er afar ámælisverð og er óhætt að segja að þar hafi ekki verið gætt að íslenskum hagsmunum, nema þá kannski sérhagsmunum innflutningsfyrirtækja á Íslandi. Utanríkisráðuneytið lét ekki gera neina greiningu á hagsmunum Íslands. Ekkert mat var lagt á það hvað gerast myndi ef Ísland gefur eftir tugprósenta markaðshlutdeild í kjötafurðum né heldur hversu mörg störf gætu tapast í innlendri framleiðslu. Það er einnig alvarlegt umhugsunarefni, hvort það teljist samræmast hagsmunum Íslands, að gerðir séu samningar við 500 milljón manna ríkjabandalag um viðskipti af þessu tagi.

Þá er einnig rétt að koma þeirri gagnrýni á framfæri að stjórnvöld höfðu ekkert samráð við svínabændur og kjúklingabændur við undirbúning samnings Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Það getur ekki talist vera eðlileg stjórnsýsla að gera samninga sem getað kollvarpað heilu atvinnugreinunum án nokkurs einasta samráðs.

Það bætir ekki úr að breytt sé niðurstöðu starfhóps ráðherra með tillögum sem mæta þörfum innflytjenda en ekki neytenda og bænda.“

Undir bréfið rita nöfn sín Ingimundur Bergmann, formaður Félags kjúklingabænda og Björgvin Jón Bjarnason, formaður Svínaræktarfélags Íslands. 

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...