Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bændur og kaup á raforku
Mynd / BBL
Lesendarýni 10. nóvember 2017

Bændur og kaup á raforku

Höfundur: Ástþór og Svana sauðjárbændur í Miðdal í Skagafirði
Við erum sauðfjárbændur á bænum Miðdal í Skagafirði og eins og allflestir í okkar geira erum við stöðugt með augun opin hvar sé hægt að hagræða fyrir búið. Það kom okkur því skemmtilega á óvart þegar við fengum spurninguna „má ég bjóða ykkur að fá tilboð í raforkunotkunina ykkar?“ frá Orkusölunni. 
 
Við höfum alla tíð greitt uppsett verð fyrir okkar rafmagnsnotkun. Fyrir einhverju síðan hættum við að fá einn reikning (Rarik) og fórum að fá tvo reikninga (Rarik og Orkusalan). Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að reikningurinn sem við fáum frá Orkusölunni sé ekki skyldugreiðsla eins og rafmagnsreikningarnir höfðu alltaf verið, heldur ríki samkeppni í sölu á rafmagni og það sé hægt að velja af hvaða fyrirtæki maður kaupir raforku. 
 
Fyrir kunningsskap ákváðum við að skipta um raforkusala í sumar með okkar ársnotkun upp á um 100.000 kWst. Samkvæmt gjaldskrá Orkusölunnar vorum við að greiða 7,39 kr/kWst, eða um 740.000 kr á ári. 
 
En eftir að búið var að tilkynna söluaðilaskiptin byrjaði ballið – við fengum símtal stuttu seinna frá þjónustufulltrúa hjá Orkusölunni sem vildi endilega fá okkur aftur yfir í viðskipti og var til í að bjóða okkur 15% afslátt af verðskrá OG fyrsta mánuðinn frían. Það væri að skila okkur lækkun til næstu 12 mánaða upp á u.þ.b. 172.000 krónur! 
 
Þá komum við að stóru spurningunni: Af hverju voru þessi kjör ekki í boði fyrr en eftir að hafa skipt um raforkusala? Af hverju er ríkisfyrirtæki að mismuna sínum tryggu viðskiptavinum með þessum hætti og leggja svo á vöruna að það er hægt að bjóða jafngildi 22% afsláttar og bara ef þú ákveður að hætta viðskiptum? 
 
Mér er einnig kunnugt um að fjölmargir aðrir fyrrum viðskiptavinir Orkusölunnar fái sambærileg símtöl og við fengum og hvet alla raforkukaupendur Orkusölunnar að skipta um raforkusala til að fá tilboð um sambærileg kjör og okkur eru boðin. 
 
Nú sem aldrei fyrr verðum við sauðfjárbændur að leita allra leiða til að hagræða í okkar rekstri og er þetta eitt lóð á vogarskálarnar í þeim efnum. Eftir þessi samskipti okkar við orkusala þessa lands fannst okkur ekki annað hægt en að deila reynslunni með ykkur og hvetja alla bændur til að hagræða hjá sér. Því með því að vera meðvituð um þennan möguleika og nýta sér hann, eykur það samkeppnina á þessum markaði og vonandi hvatning til raforkusala til að gera enn betur. 
 
Með baráttukveðjum 
Ástþór og Svana 
sauðjárbændur í Miðdal
í Skagafirði
Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...