Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bændur og kaup á raforku
Mynd / BBL
Lesendarýni 10. nóvember 2017

Bændur og kaup á raforku

Höfundur: Ástþór og Svana sauðjárbændur í Miðdal í Skagafirði
Við erum sauðfjárbændur á bænum Miðdal í Skagafirði og eins og allflestir í okkar geira erum við stöðugt með augun opin hvar sé hægt að hagræða fyrir búið. Það kom okkur því skemmtilega á óvart þegar við fengum spurninguna „má ég bjóða ykkur að fá tilboð í raforkunotkunina ykkar?“ frá Orkusölunni. 
 
Við höfum alla tíð greitt uppsett verð fyrir okkar rafmagnsnotkun. Fyrir einhverju síðan hættum við að fá einn reikning (Rarik) og fórum að fá tvo reikninga (Rarik og Orkusalan). Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að reikningurinn sem við fáum frá Orkusölunni sé ekki skyldugreiðsla eins og rafmagnsreikningarnir höfðu alltaf verið, heldur ríki samkeppni í sölu á rafmagni og það sé hægt að velja af hvaða fyrirtæki maður kaupir raforku. 
 
Fyrir kunningsskap ákváðum við að skipta um raforkusala í sumar með okkar ársnotkun upp á um 100.000 kWst. Samkvæmt gjaldskrá Orkusölunnar vorum við að greiða 7,39 kr/kWst, eða um 740.000 kr á ári. 
 
En eftir að búið var að tilkynna söluaðilaskiptin byrjaði ballið – við fengum símtal stuttu seinna frá þjónustufulltrúa hjá Orkusölunni sem vildi endilega fá okkur aftur yfir í viðskipti og var til í að bjóða okkur 15% afslátt af verðskrá OG fyrsta mánuðinn frían. Það væri að skila okkur lækkun til næstu 12 mánaða upp á u.þ.b. 172.000 krónur! 
 
Þá komum við að stóru spurningunni: Af hverju voru þessi kjör ekki í boði fyrr en eftir að hafa skipt um raforkusala? Af hverju er ríkisfyrirtæki að mismuna sínum tryggu viðskiptavinum með þessum hætti og leggja svo á vöruna að það er hægt að bjóða jafngildi 22% afsláttar og bara ef þú ákveður að hætta viðskiptum? 
 
Mér er einnig kunnugt um að fjölmargir aðrir fyrrum viðskiptavinir Orkusölunnar fái sambærileg símtöl og við fengum og hvet alla raforkukaupendur Orkusölunnar að skipta um raforkusala til að fá tilboð um sambærileg kjör og okkur eru boðin. 
 
Nú sem aldrei fyrr verðum við sauðfjárbændur að leita allra leiða til að hagræða í okkar rekstri og er þetta eitt lóð á vogarskálarnar í þeim efnum. Eftir þessi samskipti okkar við orkusala þessa lands fannst okkur ekki annað hægt en að deila reynslunni með ykkur og hvetja alla bændur til að hagræða hjá sér. Því með því að vera meðvituð um þennan möguleika og nýta sér hann, eykur það samkeppnina á þessum markaði og vonandi hvatning til raforkusala til að gera enn betur. 
 
Með baráttukveðjum 
Ástþór og Svana 
sauðjárbændur í Miðdal
í Skagafirði
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...