Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændur í Eyjafirði tóku fyrsta slátt í gær
Fréttir 29. maí 2017

Bændur í Eyjafirði tóku fyrsta slátt í gær

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það telst til tíðinda að íslenskir bændur skuli hefja slátt túna sinna í maímánuði þó ekki muni það vera einsdæmi. Þórólfur Ómar Óskarsson bóndi á Steinhólum í Eyjafjarðardal var ásamt fleiri Eyjafjarðarbændum með þeim fyrstu þetta árið en hann hóf fyrsta slátt í gær, sunnudaginn 28. maí.

Þórólfur sló eina 2 hektara á jörðinni Grænuhlíð sem er rétt innan við við Steinhóla, þar sem faðir hans Óskar Kristjánsson býr. Hann sagði að þennan sama dag fyrir 63 árum á fæðingardegi Njáls föðurbróður síns hafi tún verið slegin á Gilsá vestan við Eyjafjarðará og gegnt Grænuhlíð. 

„Ég var nú ekkert bjartsýn á slátt þegar ég vaknaði á sunnudagsmorgninum því það mígrigndi alla nóttina. Síðan fór að blása seinnipartinn og það var orðið þurrt á klukkan fimm. Ég kíkti á veðurspána og það átti ekki að rigna nema í nokkra daga svo ég ákvað að slá.

Hann sagðist aldrei áður hafa slegið tún í maí, og einhver tími í að hann færi af alvöru í heyskap. Hann hafi þó oft slegið minna gras en hann þetta.

„Þetta var nú bara svona snyrtisláttur í kringum íbúðarhúsið og eitt stykki sem kýrnar fara síðan á. Þær hafa núna einn og hálfan hektara í beit og munu klára þá beit á einni viku. Þá verður fínt ef komin verður smá vöxtur á túnið í Grænuhlíð.“

Þórólfur er með um 65 árskýr og þó hann hafi tekið fyrsta slátt nú í maí, þá sagðist hann ekki reikna með að hefja heyskap fyrir alvöru fyrr en eftir viku, þó hægt væri að byrja fyrr. 

„Maður reynir bara að nýta þessa góðu tíð og grös eru hvergi farin að skríða, allavega ekki þessi sáðgrös. Það er bara háliðagrasið sem er farið að skríða.“

Hann sagðist svo sem ekkert hafa verið einn um það í Eyjafirðinum að hefja slátt 28. maí. Líka hafi verið slegið hjá Þresti Þorsteinssyni á Moldhaugum og einnig hjá Guðmundi S. Óskarssyni á Hríshóli og hugsanlega víðar.

Skylt efni: Sláttur

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...