Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bændur í Eyjafirði tóku fyrsta slátt í gær
Fréttir 29. maí 2017

Bændur í Eyjafirði tóku fyrsta slátt í gær

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það telst til tíðinda að íslenskir bændur skuli hefja slátt túna sinna í maímánuði þó ekki muni það vera einsdæmi. Þórólfur Ómar Óskarsson bóndi á Steinhólum í Eyjafjarðardal var ásamt fleiri Eyjafjarðarbændum með þeim fyrstu þetta árið en hann hóf fyrsta slátt í gær, sunnudaginn 28. maí.

Þórólfur sló eina 2 hektara á jörðinni Grænuhlíð sem er rétt innan við við Steinhóla, þar sem faðir hans Óskar Kristjánsson býr. Hann sagði að þennan sama dag fyrir 63 árum á fæðingardegi Njáls föðurbróður síns hafi tún verið slegin á Gilsá vestan við Eyjafjarðará og gegnt Grænuhlíð. 

„Ég var nú ekkert bjartsýn á slátt þegar ég vaknaði á sunnudagsmorgninum því það mígrigndi alla nóttina. Síðan fór að blása seinnipartinn og það var orðið þurrt á klukkan fimm. Ég kíkti á veðurspána og það átti ekki að rigna nema í nokkra daga svo ég ákvað að slá.

Hann sagðist aldrei áður hafa slegið tún í maí, og einhver tími í að hann færi af alvöru í heyskap. Hann hafi þó oft slegið minna gras en hann þetta.

„Þetta var nú bara svona snyrtisláttur í kringum íbúðarhúsið og eitt stykki sem kýrnar fara síðan á. Þær hafa núna einn og hálfan hektara í beit og munu klára þá beit á einni viku. Þá verður fínt ef komin verður smá vöxtur á túnið í Grænuhlíð.“

Þórólfur er með um 65 árskýr og þó hann hafi tekið fyrsta slátt nú í maí, þá sagðist hann ekki reikna með að hefja heyskap fyrir alvöru fyrr en eftir viku, þó hægt væri að byrja fyrr. 

„Maður reynir bara að nýta þessa góðu tíð og grös eru hvergi farin að skríða, allavega ekki þessi sáðgrös. Það er bara háliðagrasið sem er farið að skríða.“

Hann sagðist svo sem ekkert hafa verið einn um það í Eyjafirðinum að hefja slátt 28. maí. Líka hafi verið slegið hjá Þresti Þorsteinssyni á Moldhaugum og einnig hjá Guðmundi S. Óskarssyni á Hríshóli og hugsanlega víðar.

Skylt efni: Sláttur

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...