Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bændur í Eyjafirði tóku fyrsta slátt í gær
Fréttir 29. maí 2017

Bændur í Eyjafirði tóku fyrsta slátt í gær

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það telst til tíðinda að íslenskir bændur skuli hefja slátt túna sinna í maímánuði þó ekki muni það vera einsdæmi. Þórólfur Ómar Óskarsson bóndi á Steinhólum í Eyjafjarðardal var ásamt fleiri Eyjafjarðarbændum með þeim fyrstu þetta árið en hann hóf fyrsta slátt í gær, sunnudaginn 28. maí.

Þórólfur sló eina 2 hektara á jörðinni Grænuhlíð sem er rétt innan við við Steinhóla, þar sem faðir hans Óskar Kristjánsson býr. Hann sagði að þennan sama dag fyrir 63 árum á fæðingardegi Njáls föðurbróður síns hafi tún verið slegin á Gilsá vestan við Eyjafjarðará og gegnt Grænuhlíð. 

„Ég var nú ekkert bjartsýn á slátt þegar ég vaknaði á sunnudagsmorgninum því það mígrigndi alla nóttina. Síðan fór að blása seinnipartinn og það var orðið þurrt á klukkan fimm. Ég kíkti á veðurspána og það átti ekki að rigna nema í nokkra daga svo ég ákvað að slá.

Hann sagðist aldrei áður hafa slegið tún í maí, og einhver tími í að hann færi af alvöru í heyskap. Hann hafi þó oft slegið minna gras en hann þetta.

„Þetta var nú bara svona snyrtisláttur í kringum íbúðarhúsið og eitt stykki sem kýrnar fara síðan á. Þær hafa núna einn og hálfan hektara í beit og munu klára þá beit á einni viku. Þá verður fínt ef komin verður smá vöxtur á túnið í Grænuhlíð.“

Þórólfur er með um 65 árskýr og þó hann hafi tekið fyrsta slátt nú í maí, þá sagðist hann ekki reikna með að hefja heyskap fyrir alvöru fyrr en eftir viku, þó hægt væri að byrja fyrr. 

„Maður reynir bara að nýta þessa góðu tíð og grös eru hvergi farin að skríða, allavega ekki þessi sáðgrös. Það er bara háliðagrasið sem er farið að skríða.“

Hann sagðist svo sem ekkert hafa verið einn um það í Eyjafirðinum að hefja slátt 28. maí. Líka hafi verið slegið hjá Þresti Þorsteinssyni á Moldhaugum og einnig hjá Guðmundi S. Óskarssyni á Hríshóli og hugsanlega víðar.

Skylt efni: Sláttur

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...