Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá fundi samtaka evrópskra bænda og samvinnufélaga í Brussel. Þarna má m.a. sjá konu frá Zambíu sem flutti erindi á fundinum.
Frá fundi samtaka evrópskra bænda og samvinnufélaga í Brussel. Þarna má m.a. sjá konu frá Zambíu sem flutti erindi á fundinum.
Mynd / EB
Fréttir 21. október 2014

Bændur í ESB hafna því að grænvæðing CAP sé fjármögnuð með beingreiðslufjármagni

Höfundur: EB / HKr.

Fulltrúar Bændasamtaka Ís­lands sátu á dögunum sameinginlega fundi Copa og Cocega í Brussel. Copa eru samtök evrópskra bænda og Cocega eru samtök  samvinnufélaga í landbúnaði. Aðalefni fund­arins er endurskoðun sameigin­legu landbúnaðarstefnu Evrópu­sam­bands­ins, CAP.

Evrópsku bændurnir kvarta mikið yfir skrifræði og hafa í umræðum á fundunum alfarið hafnað að færa meiri fjármuni í umhverfisverkefni undir fyrri stoð CAP (CAP pillar 1 - greening og the CAP).

Þetta þýðir að þeir vilji ekki blanda umhverfisstuðningi saman við beingreiðslurnar sem greiddar eru mest út á land samkvæmt stoð 1 í CAP-samningnum. Bændur minna á að þeir hafi öldum saman verið vörslumenn lands og það er þeim sjálfum mest í hag að varðveita landgæðin, sér og komandi kynslóðum til hagsbóta. Slíkt verði ekki gert með skriffinnskuna að aðalvopni.
Einnig hefur komið fram að mikil óánægja heyrðist frá bændum í nýju aðildarlöndunum 13 yfir að jöfnuði skuli ekki vera náð í stuðningi eins og lofað var þegar þau fyrst átta gerðust aðilar 2004. Þá fengu þau í upphafi 25% af beingreiðslu hinna 15 ríkjanna, sem átti síðan að jafnast smám saman til ársins 2013. Þetta hefur ekki gengið eftir og verður ekki náð nú við endurskoðunina sem gildir tímabilið 2014–2020.

Innflutningsbann Rússa er að stórskaða evrópska bændur

Það sem brennur heitast á evrópskum bændum um þessar mundir er innflutningsbann Rússa á landbúnaðarvörum. Þetta veldur offramboði á ESB-markaði og verðfalli á afurðum sem nemur í mörgum tilfelli tugum prósenta. Ungverskir bændur fá sem dæmi aðeins 3 evrucent fyrir hvert kílógramm af eplum. Fyrir þá upphæð borgar sig ekki einu sinni að fara út og tína eplin.

Önnur afleiðing er verðfall á mjólk í Finnlandi sem nemur 25–30% og í Póllandi 40%. Ofan á það þurfa pólskir bændur að borga sekt til ESB fyrir að framleiða mjólk umfram kvóta. Þykir það ansi harkalegt í ljósi þess að kvótakerfið í ESB verður lagt niður 1. apríl 2015. Ákall bænda um að ESB komi með fjárhagslegan stuðning til bænda við þessar aðstæður hefur því verið hávær á fundunum. Rök bænda eru að innflutningsbann Rússa sé afleiðingar pólitískra átaka sem bændur bera enga sök á, en komi eigi að síður þungt niður á þeim fjárhagslega.

Í þessu samhengi vekur athygli að finnska ríkið telur afstöðu ESB til bænda greinilega ekki verjandi. Því hyggst þarlend ríkisstjórn aðstoða finnska bændur sérstaklega samkvæmt upplýsingum sem  komið hafa fram í einkasamtölum fulltrúar BÍ og fulltrúa finnsku bændasamtakanna. Mun finnska ríkið verja 20 milljón evrum til stuðnings finnskum bændum. Verður það gert á grundvelli neyðaraðstoðar eða reglna ESB um ríkisaðstoð (state aid) þar sem hér er um ófyrirsjáanlega erfiðleika að ræða. Líkt og eldgos eða jarðskjálfta.

Evrópunefndin kynnir stuðning sem þykir allt of lítill

Í fréttatilkynningu frá Copa-Cogeca segir að Evrópunefndin (European Commission) hafi tilkynnt að lagðar verði 165 milljónir evra í stuðning við ávaxta- og grænmetisbændur vegna skaða af innflutningsbanni Rússa. Copa-Cogeca segir þetta skref í rétta átt en engan veginn fullnægjandi og harma tafir á þessu máli.

Pekka Pesonen, aðalritari Copa-Cogeca, segir að þessi stuðningur muni draga úr þrýstingi á markaðnum, en skaðinn sé verulegur. Fram að innflutningsbanni Rússa voru að jafnaði 29% af grænmetis- og ávaxtaframleiðslu evrópskra bænda seld til Rússlands. Telur hann nauðsynlegt að veita bændum enn frekari aðstoð. Einnig sé mjög mikilvægt að Evrópunefndin hjálpi til við að finna nýja markaði og ryðji úr vegi ónauðsynlegum viðskiptahindrunum. 

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...